fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Þetta er kærasta Matthíasar í Hatara: Hefur skrifað pistla um nauðgun og fullnægingar

Fókus
Fimmtudaginn 16. maí 2019 13:00

Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, á stóra sviðinu í Tel Aviv. Mynd: Eurovision.tv

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvari Hatara, er ekki einhleypur líkt og margir hafa talið. Þó minna hafi farið fyrir kærustu hans en til að mynda Ronju Mogensen, kærustu Klemens Hannigan, þá flaug kærasta Matthíasar til Ísrael á dögunum.

Kristlín Dís.

Sú heppna heitir Kristlín Dís Ingilínardóttir, er 27 ára, og starfar á kaffihúsinu Stofan. Hún ætti þó að vera lesendum Stundarinnar kunn, en þar hefur hún skrifað áberandi pistla undanfarna mánuði. Í febrúar skrifað hún pistil um það þegar hún settist niður með fyrrverandi kærasta sínum og sakaði hann um nauðgun.

Sjá einnig: Kristlínu var útskúfað eftir nauðgun: „Þýðir það þá að Ísland sé uppfullt af kynóðum skrímslum?“

„Ég sat í herberginu mínu heima hjá foreldrum mínum, nýorðin 27 ára gömul, og eftir alla vinnuna sem ég hafði lagt á mig síðasta ár þá grét ég vegna þess að geranda mínum var boðið í partí og þar af leiðandi var ég ekki velkomin,“ skrifar Kristlín í áhrifaríkri grein á Stundinni þar sem hún fer yfir reynslu sína.

Í lok mars síðastliðnum skrifaði Kristlín Dís svo pistil um hvers vegna konur feiki fullnægingu. „Ég man þegar ég var yngri og talaði um kynlíf við vinkonur mínar. Ég var örugglega svona 13 ára, þetta var mjög spennandi umræða en líka alveg svakalega vandræðaleg. Engin af okkur hafði stundað kynlíf á þessum tíma. Við sammæltumst þó allar um að við myndum aldrei feika það, það væri alveg fáránlegt. Við höfum allar feikað það í dag,“ segir Kristlín Dís í pistlinum.

Hún bætir svo við í lok hans að nauðsynlegt sé að eiga samtal um fullnægingu kvenna. „Kynlíf er oftast séð frá sjónarhorni karlmanna og miðað út frá þeirra löngunum og líðan í kynlífi. Nú þegar konur mega vilja kynlíf eiga þær líka að fá að vilja það fyrir sjálfar sig. Það er ömurleg pæling að konur séu að vinna en ekki njóta í kynlífi. Kynlíf á að vera gott og skemmtilegt en við þurfum öll að eiga þetta samtal um hvernig kynlíf við viljum. Ég held að ég geti allavega fullyrt að enginn vilji feik fullnægingu.“

Það er vægt til orða tekið að segja að Matthías hafi vakið athygli sem annar söngvara Hatara í Eurovision-keppninni. Er hann af mörgum talinn afar munúðarfullur maður og er skemmst frá því að minnast að vefsíðan Good Evening Europe setti hann í annað sætið yfir kynþokkafyllstu keppendur í Eurovision í ár. Sá kynþokkafyllsti, að mati vefsíðunnar, er Ungverjinn Joci Papai. Hann er reyndar dottinn úr keppni og því má slá því föstu að Matthías sé nú kynþokkafyllsti karlmaðurinn sem stígur á stóra sviðið í úrslitum á laugardag, að mati aðdáenda keppninnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna