Hollywood Reporter og fleiri fjölmiðlar skýra frá þessu. Vonast er til að fyrsta keppnin, sem hefur hlotið nafnið American Song Contest, geti farið fram 2021.
Peter Settman, forstjóri Brain Academy, sagði í samtali við Hollywood Reporter að hann geti ekki beðið eftir að geta kynnt „þessa frábæru keppni“ fyrir stærsta sjónvarpsmarkaði heims, þeim bandaríska.
Að íþróttaviðburðum undanskildum er Eurovision stærsti sjónvarpsviðburður heims að hans sögn.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áætlanir hafa verið uppi um að koma Eurovision enn frekar á framfæri í heiminum. 2016 var tilkynnt að bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefði tryggt sér réttinn að bandaríska Eurovision og 2017 var tilkynnt um asíska útgáfu af Eurovision. Hvorugt hefur enn orðið að veruleika.