Háskólastúdentar sem stefna á útskrift í sumar keppast við það í maí að skila inn lokaritgerðum, og er ávallt við hæfi að fagna þegar þeim stóra áfanga er náð.
Eydís Blöndal, varaþingkona VG, útskrifast úr heimspeki við Háskóla Íslands í sumar, en hún skilaði BA-ritgerði sinni í heimspeki þann 10. maí. Ritgerðin ber heitið „Hin hliðin á peningnum: Kynbundinn launamunur í ljósi kenninga Nietzsches og sjónarhólskenninga femínískrar þekkingarfræði.“
Eydís er fædd 1994 og er dóttir Péturs H. Blöndals heitins, sem sat lengi á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Eydís fagnar skilunum á Twitter með orðunum „Loksins fáanleg, öll 19 þúsund tweetin mín innbundin í bók.“