fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Setja upp bekk á Hornströndum til minningar um Solveigu

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. maí 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Solveig Thorlacius lést þann 1. júní 2014, en banamein hennar var heilaæxli. Solveig var vinmörg, hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom og mikið náttúrubarn. Til að heiðra minningu hennar ætla vinir hennar að setja upp bekk til minningar um hana við Hornbjargsvita, og halda dansleik þann 24. maí. Öllum er velkomið að gefa til söfnunarinnar og halda minningu Solveigar á lofti, en söfnun er hafin á Karolina Fund: Söfnun fyrir Sollubekk.

Sögukonan Solveig Vinmörg og skemmtileg sögukona.

„Solla var hrókur alls fagnaðar hvert sem hún kom. Hún hafði einlægan áhuga á fólki og átti auðvelt með að eignast nýja vini. Hún átti miklu vinaláni að fagna og kunningjahópurinn var svo gríðarstór að það var erfitt að ganga með henni upp Laugaveginn, hún þurfti svo oft að stoppa og spjalla við fólk sem hún kannaðist við og varð á vegi hennar,“ segir Ásdís Jónsdóttir vinkona Solveigar.

Solveig var með BA-gráðu í mannfræði og diplóma í markaðs- og útflutningsfræðum. Hún vann um nokkurt skeið fyrir Lýsi hf. og SOS barnaþorp og 2013 hóf hún störf hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum. Solveig veiktist alvarlega sumarið 2013 og lést 1. júní 2014, banamein hennar var heilaæxli, en fjórum árum áður lést elsta systir hennar, Ingileif, einnig af völdum meins í heila. Solveig var næstyngst fimm systra.

Náttúrubarn Solveig var mikið náttúrubarn og vann meðal annars sem leiðsögumaður um árabil.

Náttúrubarn og félagsvera

„Solla var náttúrubarn og hafði unun af útivist og fjallgöngum. Hún vann meðal annars sem leiðsögumaður um árabil. Svo var Solla mikil sögukona og oft tókst henni að sjá nýjar og spaugilegar hliðar á atburðum svo úr urðu miklar skemmtisögur. Hún var með afbrigðum hnyttin og mikill húmoristi,“ segir Ásdís. „Hún hafði brennandi áhuga á mannúðar- og umhverfismálum og var virk í félagsstörfum. Hún var söngelsk og músíkölsk, söng lengi í kór og lærði á selló á sínum yngri árum.“

Vinir Solveigar ætla að heiðra minningu hennar á tvo vegu: með því að dansa saman og setja upp bekk. Dansleikurinn ber heitið „Lífið krakkar“ og á Karolina Fund verður hægt að kaupa miða og þar verða líka seldir glaðningar í anda Solveigar sem vinir og vandamenn gefa til stuðnings verkefninu. Söfnunin verður opnuð föstudaginn 17. maí. „Þar geta vinir og kunningjar Sollu glaðst saman og dansað – en Solla hafði mjög gaman af því að dansa í góðra vina hópi. Öllum er velkomið að gefa til söfnunarinnar. Fjöldinn á dansleikinn takmarkast svolítið af staðnum en hann tekur í mesta lagi 150 manns, nema okkur takist að finna stærri sal!“

Sól í hjarta Solveig á góðri stundu með vinkonum; Margrét María og Inga María Leifsdætur og Sigrún Jónsdóttir.

„Við vinirnir minnumst Sollu fyrst og fremst fyrir ótal gleðistundir, hlátur, samveru í fallegri náttúru og allar skemmtisögurnar,“ segir Ásdís. „Sagan af bekknum er sú að vinur Sollu, göngugarpurinn Einar Skúlason, bjó eitt sinn í Edinborg og þar sem hann gekk um borgina tók hann eftir því að þar var að finna marga bekki sem merktir voru látnum einstaklingum. Einar grennslaðist fyrir um þetta og komst að því að í Skotlandi er algengt að vinir og fjölskylda minnist látinna ástvina með því að setja upp bekk á stað þar sem hinum látna þótti gott að koma og njóta lífsins í lifanda lífi. Einari fannst þetta falleg hefð og hefur um nokkurt skeið gengið með þá hugmynd í maganum að gera bekk fyrir Sollu. Nú verður hugmyndinni hrint í framkvæmd.“

Solveig hafði mikið dálæti á Hornströndum svo bekkurinn verður settur upp við Hornbjargsvita og búið er að fá leyfi fyrir bekknum. Bekkurinn verður fluttur norður í byrjun júní í boði Ferðafélags Íslands. Þann 2. júlí verður bekkurinn settur saman og hann vígður 3. júlí. Guðjón Kristinsson frá Dröngum mun smíða bekkinn og skera út myndir og texta, en á bekkinn verður grafið: „Lífið, krakkar“.

„Það er einmitt eitthvað sem Solla sagði gjarnan þegar hún var á göngu og náttúran blasti við í allri sinni dýrð, Solla hafði sérstakt lag á að orða hlutina á skemmtilegan hátt. Brátt munu ferðalangar á Hornbjargsvita geta hvílt lúin bein á bekknum hennar Sollu, horft yfir hafið og hugleitt gildi þess að vera lifandi.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“