Fyrri undanriðill Eurovision fer fram í kvöld í Tel Aviv, en DV streymir keppninni beint af opinberri YouTube-rás Eurovision Song Contest þegar að keppnin hefst.
Hatari stígur á svið í fyrri undanriðlinum og er sveitin þrettánda í röðinni með lagið Hatrið mun sigra. Alls keppa sautján lönd í riðlinum, en hér fyrir neðan er röðin sem þau koma fram á sviðinu:
1. Kýpur – Tamta með lagið Replay
2. Svartfjallaland – D mol með lagið Heaven
3. Finnland – Darude feat. Sebastian Rejman með lagið Look Away
4. Pólland – Tulia með Fire of Love (Pali się)
5. Slóvenía – Zala Kralj & Gašper Šantl með lagið Sebi
6. Tékkland – Lake Malawi með lagið Friend Of A Friend
7. Ungverjaland – Joci Pápa með lagið Az Én Apám
8. Hvíta-Rússland – ZENA með lagið Like It
9. Serbía – Nevene Božović með lagið Kruna
10. Belgía – Eliot með lagið Wake Up
11. Georgía – Oto Nemsadze með lagið Keep On Going
12. Ástralía – Kate Miller-Heidke með lagið Zero Gravity
13. Ísland – Hatari með lagið Hatrið mun sigra
14. Eistland – Victor Crone með lagið Storm
15. Portúgal – Conan Osiris með lagið Telemóveis
16. Grikkland – Katerine Duska með lagið Better Love
17. San Marínó – Serhat með lagið Say Na Na Na
Íbúar allra sautján landanna mega kjósa í símakosningu auk Ísraels, Spánar og Frakklands. Dómnefndir landanna gáfu sín stig í gærkvöldi eftir dómararennsli en þau atkvæði gilda 50% á móti atkvæðum úr símakosningu. Þau tíu lönd sem fá flest stig komast áfram í úrslit næsta laugardagskvöld.
DV fylgist með keppninni og umræðu á samfélagsmiðlum á meðan á henni stendur, en þeir sem vilja viðra skoðanir sínar er bent á að nota kassamerkin #12stig, #DareToDream og #Eurovision. Vakin er athygli á því að streymið sem DV notar frá Eurovision er ekki hægt að spila í Kanada, Bólivíu, Kosta Ríka, Dóminíkanska lýðveldinu, Ekvador, El Salvador, Gvatemala, Hondúras, Nicaragua, Panama, Paragvæ, Úrúgvæ og Venesúela vegna höfundarétts.