Knattspyrnufélagið Valur og Fjölnir hafa komist að samkomulagi um félagsskipti Valgeirs Lunddal Friðikssonar. Valgeir er fæddur árið 2001 og verður því 18 ára á þessu ári.
Valgeir er fæddur árið 2001 og verður því 18 ára á þessu ári. Hann á að baki um 30 leiki með mfl. Fjölnis í öllum keppnum og hefur leikið með 17 og 18 ára landsliðum Íslands.
Frammistaða hans hefur vakið athygli liða erlendis og nýlega var hann til reynslu hjá stórliðum eins og Bröndby og Stoke.
,,Valgeir er einn af framtíðarleikmönnum Íslands sem við Valsmenn bindum miklar vonir við að blómstri á Hlíðarenda,“ segir á heimasíðu Vals.
Valgeir var öflugur með Fjölni í Pepsi Max-deild karla á síðustu leiktíð.