fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fókus

Andlit Fjallsins í Game of Thrones loksins afhjúpað – Hafþór Júlíus gjörsamlega afskræmdur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 13. maí 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstsíðasti þáttur í lokaseríu Game of Thrones var sýndur í nótt, klukkan eitt að íslenskum tíma. Skiptar skoðanir eru um þáttinn og fjölmargir hafa viðrað óánægju sína með hann á Twitter.

Það var hins vegar ansi margt sem gerðist í þættinum en meðal þess var að hjálmurinn fór loksins af Fjallinu, sem leikið er í þessari þáttaröð af kraftakarlinum Hafþóri Júlíusi Björnssyni.

Áhorfendur hafa ekki séð framan í Fjallið síðan í seríu fimm, eftir að Qyburn vakti hann aftur til lífs eftir að Oberyn Martell eitraði fyrir honum í seríu fjögur. Nafn Hafþórs Júlíusar hefur verið í leikaraliðinu síðan að þessi síðasta sería var opinberuð og því þótti afar líklegt að Fjallið myndi einhvern tímann missa hjálm sinn.

Hafþór Júlíus hefur leikið Fjallið, sem heitir réttu nafni Gregor Clegane, síðan í fjórðu seríu, en áður höfðu Conan Stevens og Ian Whyte farið með hlutverkið.

Við ætlum ekki að segja meira um þær aðstæður sem skapast í þættinum sem verða til þess að Fjallið missir hjálm sinn, en þeir sem eiga eftir að sjá þáttinn mega alveg hlakka til. Það eina sem við getum sagt er að Hafþór Júlíus er gjörsamlega afskræmdur þegar að hjálmurinn fær að fjúka, en vegna þess hve þátturinn er sýndur seint á Íslandi, eða snemma eftir því hvernig sem á það er litið, og margir ekki búnir að horfa þá ætlum við ekki að sýna myndina af afskræmdu andliti hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Páskavikan á Instagram – Trúlofun ársins, sykurpabbi og rosa dugleg iðnaðarkona

Páskavikan á Instagram – Trúlofun ársins, sykurpabbi og rosa dugleg iðnaðarkona
Fókus
Fyrir 2 dögum

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrirgaf eiginkonunni en tók eftir marblettum sem benda til þess að hún hélt aftur framhjá

Fyrirgaf eiginkonunni en tók eftir marblettum sem benda til þess að hún hélt aftur framhjá
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég þrái að fólkið upplifi ekki að það sé ósýnilegt, að það skynji að við virkilega sjáum það“

„Ég þrái að fólkið upplifi ekki að það sé ósýnilegt, að það skynji að við virkilega sjáum það“
Fókus
Fyrir 1 viku

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra
Fókus
Fyrir 1 viku

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?