Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í Evrópu er lokaður í stærstu deildunum en slúðrið heldur áfram að rúlla.
Hér má sjá pakka dagsins.
Eden Hazard, leikmaður Chelsea, hefur sagt félaginu að hann sé á förum frá félaginu í sumar. (Daily Mail)
Chelsea hefur áhuga á Philippe Coutinho, leikmanni Barcelona, til að fylla skarð Hazard. (Daily Mail)
Alexandre Lacazette, leikmaður Arsenal, segir að það sé heiður að vera orðaður við Barcelona. (Goal)
Marco Silva, stjóri Everton, er ekki viss hvort félagið geti haldið Andre Gomes sem er í láni frá Barcelona. (Echo)
Rafael Benitez, stjóri Newcastle, mun ræða við eiganda félagsins í næstu viku um eigin framtíð. (Daily Mail)
Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, viðurkennir að það sé ekki víst að félagið geti haldið miðjumanninum Declan Rice. (Mirror)