fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Oddur afhjúpar Bert – „Ég passaði mig alltaf að teikna fólk sem ég þekki sérstaklega illa“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 12. maí 2019 15:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu fjögur ár hafa skopmyndir úr smiðju Engiberts Friðbertssonar vakið athygli á Facebook. Um er að ræða skopmyndir einstaklinga, sem eiga það sameiginlegt að vera illa teiknaðar, skondnar og skrítnar.

Engilbert eða Bert eins og hann kallar sig bauð upp pantanir á myndum, en átti þó einnig til að teikna óumbeðinn myndir af einstaklingum. Héldu allir að um væri að ræða mann sem til er í alvörunni, undirrituð þar á meðal.

En nú er komið í ljós að svo er ekki og Bert er önnur hlið eða jafnvel þriðja hlið listamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, sem skapar álverk sem listamaðurinn Odee.

„Hugmyndin spratt upp þegar ég sá Almar framkvæma gjörninginn sinn í kassanum. Það veitti mér innblástur að framkvæma minn eigin gjörning. Bert sem selur illa teiknaðar skopmyndir gaf mér fínt skjól til þess að teikna og skapa list á nýju formi, og þar sem þetta voru titlaðar “illa teiknaðar” þá gat ég gefið mér mikið frjálsræði í þeim efnum. Þegar Bert fékk kvörtun eða gagnrýni á það hve illa myndirnar voru teiknaðar þá gat hann þakkað pent fyrir sig,“ segir Oddur í pistli á heimasíðu sinni, þar sem hann stígur fram í dagsljósið og afhjúpar Bert og segir frá hvernig hann varð að veruleika.

Á fjórum árum, frá 2015-2019, hefur Oddur teikað hundruði skopmynda undir dulnefninu Engilbert Friðbertsson, eða Bert, og selt teikningarnar í gegn um Facebook og vefverslun Berts (Illa teiknaðar skopmyndir Berts). Hægt var að panta myndir og velja illa teiknað, mjög illa teiknað eða óþekkjanlegt. Einnig var hægt að styrkja Bert og senda honum pening, sem merkilega margir gerðu.

„Ég gaf Bert persónuleika sem einkenndist af stirðleika í samskiptum við annað fólk og ákveðinn einfaldleika sem gaf honum sinn sérstaka húmor. Hann sagðist vera teikna til þess að geta keypt sér penna, blöð og Dominos pizzur.“

Á stuttum tíma varð Bert mjög vinsæll og fékk á tímabili tugi pantana í hverri viku, og varð í raun vinsælli heldur en Odee, sem mér fannst ansi fyndið. Því verr sem ég teiknaði því fleiri pantanir fékk ég,“ segir Oddur.

Dominos var talinn styrktaraðili

Á tímabili átti Bert í miklum samskiptum við Dominos á Twitter sem gaf fólki byr undir vængi að þeir væru styrktaraðilar að þessari persónu, eða jafnvel gerendur þessa gjörnings. „En það var aldrei neitt samstarf okkar á milli,“ segir Oddur. „Með því að teikna illa og fíflast á samfélagsmiðlum tókst mér í krafti Berts að skapa persónu, vörumerki og verðmæti úr þurru lofti.“

Bert þótti stirður í mallegum samskiptum, bæði opinberlega og í einkasamskiptum við fólk sem sendi honum skilaboð. Oddur lét Bert klúðra viðtali sem hann átti að eiga við Fréttablaðið, pöntun upp á 130 myndir frá fyrirtæki út í bæ, skopmyndasamning við fréttamiðil og öðru því um líkt. Þrátt fyrir stirðleika í samskiptum voru einhverjir sem höfðu þolinmæði fyrir Bert og tókst honum meðal annars að fá opnu í Séð og Heyrt.

Margir reyndu að komast að því hver Bert er

„Andlit Berts er samsett af andliti vinar míns og höfðinu mínu,“ segir Oddur, sem segir marga hafa reynt að komast að því hver Bert væri á þeim tíma sem gjörningurinn stóð. „Þeir sem hafa pantað skopmyndir og eiga handteiknaða mynd af sér frá Bert, sem í rauninni er ég Odee, eiga sennilega meiri verðmæti en þá hafði áður grunað.“

„Hér geri ég upp þennan gjörning og legg Bert á hilluna. Þetta var einstaklega skemmtilegur tími. Fyndnast fannst mér þegar fólk sem ég þekkti sendi Bert beiðnir um skopmyndir, ég passaði mig alltaf að teikna þær myndir sérstaklega illa.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone