fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Myndin kláruð 50 árum eftir að tökur hófust

Síðasta mynd Orson Welles verður kláruð

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. mars 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tæp fimmtíu ár hafa aðdáendur Óskarsverðlaunaleikstjórans Orsons Welles beðið eftir fregnum af því hvort mynd leikstjórans, The Other Side of the Wind, verði kláruð.

Welles, sem leikstýrði og skrifaði handritið að Citizen Kane árið 1941, hóf vinnu við gerð myndarinnar árið 1970. Þegar Welles féll frá árið 1985 var myndin hins vegar enn ókláruð.

Netflix-streymiþjónustan hefur nú skrifað undir samning þess efnis að fyrirtækið klári myndina áður en hún verður sýnd á streymisveitunni. Ekki liggur nein dagsetning fyrir og því er óvíst hvenær myndin fer í loftið.

Filmur myndarinnar hafa legið í geymslu í Frakklandi í tæpa hálfa öld, en nú er búið að flytja þær til Los Angeles þar sem vinnan mun fara fram. Frank Marshall, sem var titlaður framleiðandi myndarinnar á sínum tíma, mun hafa yfirumsjón með verkefninu og Peter Bogdanovic, sem fór með eitt af aðalhlutverkum myndarinnar, mun veita ráðgjöf.

Þess má geta að leikarinn Dennis Hopper, sem féll frá árið 2010, leikur í myndinni.

„Ég trúi þessu eiginlega ekki. Ég er mjög þakklátur Netflix fyrir að sýna verkefninu svona mikinn áhuga,“ segir Marshall við breska blaðið Guardian.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilabrot: Sú mynd sem þú sérð fyrst lýsir persónuleika þínum

Heilabrot: Sú mynd sem þú sérð fyrst lýsir persónuleika þínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Býfluga fór illa með Hollywood-kyntáknið

Býfluga fór illa með Hollywood-kyntáknið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á