fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Óvænt tíðindi úr Eurovision – Svíinn með pálmann í höndunum – Læðist fram úr keppinautunum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 11. maí 2019 10:30

John Lundvik á annarri æfingu í Tel Aviv. Mynd: Eurovision.tv

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svíinn John Lundvik færist alltaf nær og nær toppnum í Eurovision og eftir að öll lönd í undanriðlinum eru búin að æfa tvisvar á stóra sviðinu, þar á meðal Svíþjóð, og stóru löndin fimm og Ísrael búin með eina æfingu er John kominn í annað sætið í veðbankaspám, í humátt á eftir Duncan Laurence frá Hollandi, sem hefur haldið toppsætinu síðan öll lög voru opinberuð.

Sjarmerar blaðamenn upp úr skónum

Framlag Svía heitir Too Late For Love og áður en æfingar hófust í Tel Aviv var það í fimmta sæti í veðbankaspám. Eftir að æfingar hófust hins vegar hafa fleiri og fleiri spáð því að John gæti hrifsað til sín sigrinum í úrslitakeppninni eftir viku þar sem æfingar hans hafa gengið snuðrulaust fyrir sig. Ekki skemmir fyrir að hann hefur sjarmerað blaðamenn upp úr skónum á blaðamannafundum.

Nú er staðan þannig að John er orðinn ansi líklegur til sigurs, en samkvæmt veðbankaspám Eurovision World eru tólf prósent líkur á að hann vinni allt heila klabbið. Samkeppnin frá hinum hollenska Duncan Laurence með lagið Aracade er hins vegar hörð, en 25 prósent líkur eru á að Eurovision-keppnin verði haldin í Hollandi á næsta ári.

Skrifar sig í sögubækurnar

En sú staðreynd að John sé að koma svona glimrandi út úr æfingarferlinu er ekki það eina sem er merkilegt við þátttöku hans í Eurovision. Hann er nefnilega fyrsti keppandinn í sögu Eurovision til að keppa við sjálfan sig, en hann samdi einnig lag Breta, Bigger Than Us í flutningi Michael Rice. Michael þessum er ekki spáð mikilli velgengni og aðeins eitt prósent líkur eru á að hann sigri í keppninni.

Hefur aldrei hitt blóðforeldra sína

Sumum þykir kannski skrýtið að John keppi einnig fyrir Bretland, en í ljósi sögu hans er það alls ekki svo galið. John nefnilega fæddist í London þann 27. janúar árið 1983 en var ættleiddur af sænsku pari þegar hann var nokkurra daga gamall. Hann bjó í London með foreldrum sínum þar til hann varð sex ára gamall. Þá flutti fjölskyldan til Svíþjóðar, en John hefur aldrei hitt blóðforeldra sína.

Byrjaði sem spretthlaupari

Þó tónlistin hafi alltaf heillað fagurgalann vakti hann fyrst athygli sem spretthlaupari. Hann þótti nokkuð góður og vann til ýmissa verðlauna. Eftir flottan feril í hlaupi kallaði tónlistin á John og hann svaraði því kalli. Hann sér ekki eftir því í dag þar sem hann státar af mjög flottum tónlistarferli.

Hann samdi til að mynda lagið When You Tell the World You’re Mine í slagtogi með Jörgen Elofsson, en lagið var gjöf Daniel Westling til Viktoríu, krónprinsessu Svía, þegar þau gengu í það heilaga árið 2010. Lagið var flutt af Agnes Carlsson og Björn Skifs og má hlýða á hér fyrir neðan:

Þá samdi hann einnig opinbera sænska lagið fyrir Ólympíuleikana árið 2016:

Sigurinn ekki vís

John sendi svo lagið Too Late for Love í Melodifestivalen, Söngvakeppni þeirra Svía, í fyrra og sló það rækilega í gegn í keppninni. John sigraði í Melodifestivalen með yfirburðum og er fyrsti keppandi í sögu keppninnar til að fá fullt hús stiga frá dómnefndinni.

Sigurinn er þó ekki vís og getur allt gerst í Eurovision. John flytur Too Late For Love í seinni undankeppni Eurovision næsta fimmtudag og eru 92 líkur á að hann komist upp úr riðlinum. Keppnin verður hörð um fyrsta sætið í úrslitunum og auk hins hollenska Duncan eru helstu keppinautar Johns Rússland, Ítalía, Azerbaidjan, Malta, Sviss, Ísland og Ástralía.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom