fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

101 Reykjavík er besta íslenska bíómyndin

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 2. mars 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kvikmyndagerð á sér stutta en áhugaverða sögu. Aðeins tæplega fjörtíu ár eru síðan framleiðsla á íslenskum kvikmyndum fór að taka almennilega við sér og íslenskar myndir að koma reglulega fyrir augu kvikmyndaunnenda. Á nýju árþúsundi hefur íslensk kvikmyndagerð blómstrað, íslenskar myndir náð máli og notið virðingar víða um heim. Nú er kominn tími til að líta yfir farinn veg og hefur DV fengið 18 sérfræðinga til að velja bestu íslensku bíómyndina frá upphafi. Á Topp 11 listanum er tíu myndir eftir karlleikstjóra en aðeins einni mynd er leikstýrt af konu, elsta myndin er 35 ára en tvær nýjustu eru frá árinu 2015, þrjár af ellefu bestu myndunum eru byggðar á skáldsögum, Dagur Kári leikstýrir tveimur myndum á listanum en Friðrik Þór á flestar, þrjár talsins.


10–11. sæti – Englar alheimsins (2000)

10–11. sæti – Hrafninn flýgur (1984)

9. sæti – Með allt á hreinu (1982)

8. sæti – Hrútar (2015)

7. sæti – Fúsi (2015)

6. sæti – Sódóma Reykjavík (1992)

5. sæti – Stella í orlofi (1986)

4. sæti – Djöflaeyjan (1996)

3. sæti – Börn náttúrunnar (1991)

2. sæti – Nói albínói (2003)


1 – 101 Reykjavík (2000)

Munurinn á efstu þremur myndunum gæti ekki verið naumari en besta íslenska bíómyndin að mati álitsgjafa DV er 101 Reykjavík, leikstjórnarfrumraun Baltasars Kormáks frá árinu 2000.

Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Hallgríms Helgasonar frá 1996 og fjallar um Hlyn sem er leikinn af Hilmi Snæ Guðnasyni, miðbæjarrottu og eilífðarunglingi á fertugsaldri sem enn býr í móðurhúsum. Einfalt heimilislíf mæðginanna flækist hins vegar þegar hann verður ástfanginn af kærustu móður sinnar, tvíkynhneigðum spænskum flamingókennara sem er leikin er af Victoriu Abril.

Besta myndin að mati þjóðarinnar

Besta myndin að mati þjóðarinnar

Almúginn er ekki alltaf sammála sérfræðingunum og því gáfum við lesendum tækifæri til að velja sína uppáhaldsmynd í kosningu á DV.is um síðastliðna helgi. Hægt var að velja milli 40 vinsælla kvikmynda og var niðurstaðan eftirfarandi.
  1. Stella í orlofi
  2. Englar Alheimsins
  3. Sódóma Reykjavík
  4. Með allt á hreinu
  5. Djöflaeyjan
  6. Vonarstræti
  7. Nýtt líf
  8. Börn náttúrunnar
  9. Svartur á leik
  10. Hrútar

„Þetta er sú mynd sem breytti viðhorfi mínu til íslenskra kvikmynda sem unglingur. Allt í einu kom „contemporary“ saga sem höfðaði til ungs fólks, var í senn skemmtileg og virkilega vel unnin kvikmynd,“ segir Baldvin Z kvikmyndagerðarmaður um myndina og Ásgeir H. Ingólfsson, skáld og menningarblaðamaður, tekur í svipaðan streng: „Loksins kom borgarlíf sem maður kannaðist við í bíó – þarna náðu íslenskar bíómyndir loksins í skottið á samtímanum.“

Heiða Jóhannsdóttir, aðjúnkt í kvikmyndafræði, nefnir myndina sem eina þá allra bestu sem gerð hefur verið á Íslandi: „Fyrsta íslenska leikna kvikmyndin sem myndaði órofa heild með frábærum söguefnivið og kraftmiklum myndrænum stíl. Handritið er frábært, leikstjórn og klipping fáguð og fumlaus. Tónlistin undirstrikar ögrandi og skoplega undirtóna myndarinnar og Reykjavík myndar ógleymanlega sviðsmynd. Leikstíllinn er afslappaður en með slagkraft, og leikararnir hrista allir af sér þjóðleikhússtílinn í samleiknum við Victoriu Abril.“ Björn Þór Vilhjálmsson, kollegi hennar við kvikmyndafræðideild Háskólans, er sama sinnis: „Baltasar stígur fram sem kvikmyndaleikstjóri með fumlausum, öguðum og útsjónarsömum hætti.“

Tómas, kvikmyndagagnrýnandi Fréttablaðsins, segist telja þessa fyrstu mynd Baltasars í leikstjórastólnum enn vera hans bestu: „Hún hefur alvarlega undirtóna en er umfram allt meinfyndin, prakkaraleg og hnyttin. Hér segir frá einhverjum furðulegasta ástarþríhyrningi sem finna má í hvaða kvikmyndasögu sem er, ekki bara íslenskri. Hilmir Snær er ógleymanlegur í hlutverki stefnulausrar og svartsýnnar miðbæjarrottu sem á í ástarsambandi við kærustu móður sinnar. Samleikur Hilmis við Victoriu Abril er nokkuð einstakur og er haug af kostulegum senum hér að finna. Frumleg, manneskjuleg og skemmtileg kómedía.“

Þetta er sú mynd sem breytti viðhorfi mínu til íslenskra kvikmynda.


Álitsgjafar DV

Anna María Karlsdóttir kvikmyndaframleiðandi, Arnar Elísson kvikmyndafræðingur, Ásgeir Ingólfsson menningarblaðamaður, Baldvin Z kvikmyndagerðarmaður, Björn Þór Vilhjálmsson lektor í kvikmyndafræði við Háskóla Íslands, Elsa G. Björnsdóttir kvikmyndagerðarkona, Heiða Jóhannsdóttir aðjúnkt í kvikmyndafræði við Háskóla Íslands, Helga Rakel Rafnsdóttir kvikmyndagerðarkona, Hugleikur Dagsson teiknimyndasögu- og sjónvarpsþáttagerðarmaður, Hrönn Marinósdóttir stjórnandi Reykjavík International Film Festival, Kristinn Þórðarson kvikmyndaframleiðandi, Maríanna Friðjónsdóttir fjölmiðlari, Nína Richter sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar, Oddný Sen kvikmyndafræðingur og verkefnastjóri kvikmyndafræðslu í Bíó Paradís, Tómas Valgeirsson kvikmyndagagnrýnandi Fréttablaðsins, Valur Gunnarsson rithöfundur og kvikmyndagagnrýnandi, Þóra Hilmarsdóttir kvikmyndagerðarkona, Þórir Snær Sigurðarson umsjónarmaður kvikmyndaþáttarins Hvíta Tjaldið á ÍNN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hefur þú fundið öll vegglistaverkin í höfuðborginni? – Síbreytilegt fjársjóðskort

Hefur þú fundið öll vegglistaverkin í höfuðborginni? – Síbreytilegt fjársjóðskort
Fókus
Fyrir 3 dögum

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“