fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fókus

Will Ferrell mætir aftur á Eurovision – Gæti komið á óvart í undanúrslitunum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 9. maí 2019 08:30

Spennandi mynd í bígerð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínleikarinn Will Ferrell er með kvikmynd um Eurovision í bígerð fyrir efnisveituna Netflix, en fyrst var minnst á að myndin væri á teikniborðinu eftir Eurovision-keppnina í fyrra. Nú segir Dateline frá því að leikkonan Rachel McAdams, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við The Notebook og Spotlight, fari með hlutverk í myndinni.

Hins vegar er lítið annað vitað um myndina nema það að titill hennar verður einfaldlega Eurovision.

Will Ferrell á Eurovision-keppninni í fyrra.

Það kom mörgum í opna skjöldu þegar að Will spókaði sig á Eurovision-keppninni í Lissabon í fyrra. Það voru því enn óvæntari fréttir þegar að Will sagðist vera mikill aðdáandi keppninnar, en hann hefur horft á hana árlega frá árinu 1999, eftir að fjölskylda eiginkonu hans, hinnar sænsku Vivecu Paulin, horfði á keppnina með honum.

Will og Viveca gengu síðan í það heilaga árið 2000, en Will hefur áður mætt á Eurovision, til að mynda á úrslitakvöldið í Kaupmannahöfn árið 2014. Hér fyrir neðan má sjá Will með keppanda síðasta árs, Ara Ólafssyni:

 

View this post on Instagram

 

Hanging out with Will Ferrell and bae?❤️

A post shared by ~Sigurbjörg María (@sigurbjorgmaria) on

Háværar sögusagnir eru uppi þess efnis að Will ætli einnig að vera viðstaddur keppnina í ár til að undirbúa sig fyrir kvikmyndina Eurovision. Þá segir sagan að hann ætli jafnvel að troða upp á öðru hvoru undanúrslitakvöldinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss
Fókus
Fyrir 5 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 6 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 1 viku

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 1 viku

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“