Samorka styður innleiðingu þriðja orkupakkans og hefur skilað inn umsögn um málið. Samorka er samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Innan samtakanna starfa fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, raforkuframleiðendur, raforkusalar og flutnings- og dreifingaraðilar raforku.
Í umsögninni segir að rétt sé að leggja áherslu á það hið sögulega samhengi er varðar samvinnu þjóða síðastliðin 70 ár, þegar kemur að heildarmynd raforkumála í Evrópu:
„…og þar með þau markmið sem unnið hefur verið að um, orkuöryggi, orkuframboð, neytendavernd, markaðsmál, orkunýtingu, sjálfbæra og græna orkuframleiðslu, baráttu gegn orkufátækt o.s.frv. Allt ætti þetta að sýna okkur fram á að sú orkulöggjöf sem við höfum ákveðið að innleiða felur fyrst og fremst í sér tækifæri en ekki ógnanir.“
Einnig segir að tilgangurinn með innleiðingunni sé að koma í veg fyrir spillingu:
„Tilgangurinn er fyrst og fremst að tryggja að raforkuframleiðendur sem fyrir eru á markaðnum og hafa oft haft efnahagslega og sögulega tengingu við flutningsfyrirtækin og/eða dreifiveiturnar njóti ekki beinna eða óbeinna ívilnana. Með þessu er ýtt undir að nýir framleiðendur og þá helst í grænorkuframleiðslu komist inn á markaðinn og þar með að líkurnar aukist á fullnægjandi orkuframboði.“
„Með sanni má því segja að eftirlitshlutverk Orkustofnunar hafi frá upphafi verið ágætlega skýrt í lögnum og eftirlit með tekjumörkum og gjaldskrám því mjög virkt af hennar hálfu. Þrátt fyrir að eðlilegt sé að skerpa á sjálfstæði eftirlisthlutverks Orkustofnunar gagnvart öðrum stjórnvöldum þýðir það ekki sjálfkrafa að verkefni hennar breytist eða aukist umfram það sem nú er. Sama á við um þau ákvæði sem fela í sér auknar heimildir til veitingu áminninga eða álagningar stjórnvaldssekta. Með þetta í huga getur Samorka ekki tekið undir nauðsyn þess að hækka eftirlitsgjöld samkvæmt 31. gr. raforkulaga í þeim mæli sem lagt er til í 6. gr. frumvarpsins og skiptir þá ekki máli þó gert sé ráð fyrir að hægt verði að varpa umræddum kostnaði út í verð þjónustunnar,“
segir í umsögn Samorku.
Þá er einnig fjallað um ákvæðið sem heimilar Orkustofnun að leggja á stjórnvaldssektir:
„Varðandi ákvæði um möguleika Orkustofnunar til þess að leggja á stjórnvaldssektir, skv. 4. gr. frumvarpsins, (nýjar greinar 26. a. og 26. b.) verður að gera alvarlegar athugasemdir við að hér er engin tilraun gerð til þess að útskýra forsendur þess að sektir séu lagðar á né að samhengi sé milli meints brots á umræddum ákvæðum og mögulegum afleiðingum þeirra. Þetta verður sýnu alvarlegra þegar haft er í huga að sektarheimildir geti numið allt að 10% af veltu viðkomandi fyrirtækis. Hér hlýtur að skipta máli t.d. hvort um er að ræða gangaskil eða meint brots sem snúa að mögulegu tjóni viðskiptavina fyrirtækjanna. Sömuleiðis hlýtur það að eiga skipta máli hvort um yfirsjón er að ræða (gáleysi) eða beinan ásetning viðkomandi fyrirtækis. Eru því gerðar alvarlegar athugasemdir við hversu opið ákvæðið er og þar með hversu erfitt verður fyrir Orkustofnun að framkvæma það.“
Helstu punktarnir í umsögn Samorku eru eftirfarandi: