Það er aldrei hægt að gera öllum til geðs en margir aðdáendur Game of Thrones eru sérstaklega æfir yfir senu úr nýjasta þætti seríunnar stórvinsælu.
(athugið, neðangreindar upplýsingar eru á gráu svæði fyrir alla sem hafa ekki séð þáttinn)
Ekki er átt við um Starbucks-bollann að þessu sinni, heldur samtal persónunnar Sönsu Stark (Sophie Turner) við hinn svonefnda Hound (Rory McCann). Upprifjun þeirra þykir vægast sagt umdeilt vegna þess að Sansa gefur í skyn að átökin sem hún hefur upplifað í gegnum undanfarin ár, þar á meðal prísund og nauðgun, hafi gert hana að þeirri manneskju sem hún er í dag.
„Ég hefði verið lítill fugl það sem eftir væri af minni ævi,“ segir hún og vísar í að þannig hefðu farið hlutir ef hún hefði ekki upplifað þessar hörmungar, enda hafi hún yfirstigið þau og dafnað sem einstaklingur.
Skömmu eftir að orðin voru látin falla í þættinum varð allt vitlaust á samskiptamiðlinum Twitter og margir hverjir töldu þessi orðaskipti persónunnar ósmekkleg og meira. Leikkonan Jessica Chastain er á meðal þeirra sem var ekki par ánægð með þessa senu og segir hana senda villandi skilaboð til áhorfenda.
„Nauðgun á ekki að vera notuð sem tól fyrir valdeflingu. Engin kona á að vera gerð að fórnarlambi til þess að geta orðið að fiðrildi. Þessi litli fugl var alltaf fönix,“ segir leikkonan og bætir við: „Þegar konan sigrast á sínum málum er það eingöngu vegna hennar eigin krafta.“
Á Twitter og víða hefur þessi samtalssena Sönsu verið í brennidepli en skoðanir hafa verið skiptar um það hvort þátturinn sendi þau skilaboð sem þarna er túlkað.
„Fólkið sem hefur skaðað eða sært þig gerir þig ekki að því sem þú ert. Þú sérð um það. Það er þín ákvörðun um að þroskast. Þú áttir alltaf eftir að verða þetta yndisleg og falleg, þeir eru einskis virði. Þeim má gleyma. Enn annars skítt með löt handritsskrif,“ segir einn á Twitter.
The people who have harmed you don’t make you who you are – you make you who you are. You choose to grow.
You were always going to be this wonderful, they mean nothing, they can be forgotten.
Also, fuck lazy writing. #LittleBird #GameofThrones
— S.B. Swartz (@sbswrites) May 6, 2019
Þá kemur annar notandi á meðal þeirra radda sem telur fullmikið vera blásið úr engu.
„Sansa var bókstaflega að tala um hvernig hún náði tökum á lífi sínu ÞRÁTT FYRIR það sem hún gekk í gegnum. Hún tók þá ákvörðun að þroskast. Ég skil ekki hvernig er hægt að mistúlka þetta svona svakalega,“ segir verjandi senunnar.
Sansa was literally referring to how she took control of her own life DESPITE what she’s been through. She chose to grow. Not sure how y’all can twist it so badly #Sansa #littlebird
— Taylor (@_TheLostOnes) May 7, 2019