fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Eurovision-landslagið gjörbreytt eftir fyrstu æfingu í Tel Aviv – Aðdáendur standa á gati vegna sviptinganna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 8. maí 2019 08:30

Myndir: Eurovision.tv

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má segja að allt sé á suðupunkti í Tel Aviv í aðdraganda Eurovision-keppninnar en síðustu daga hafa allir listamennirnir sem taka þátt í undanriðlunum tveimur æft lög sín í fyrsta sinn. Þessum æfingum lauk í gær og hefur staðan í veðbönkunum svo sannarlega breyst.

Skjáskot tekið þann 4. maí af vef Eurovision World – Ísland í 6. sæti.

Það er leiðinlegt að segja frá því að hljómsveitin Hatari með lagið Hatrið mun sigra er dottið niður í 8. sæti í lista Eurovision World eftir fyrstu æfinguna sem fór fram síðustu helgi, en lagið var í 6. sæti þann 4. maí, rétt áður en æfingar hófust á stóra sviðinu. Eins og er eru 4% líkur á að Hatrið muni sigra í Eurovision, en 87% líkur eru á að Hatari komist upp úr fyrri undanriðlinum þann 14. maí næstkomandi.

Skjáskot tekið að kvöldi 7. maí af vef Eurovision World – Ísland í 8. sæti.

Sviss á hraðri niðurleið

Eins og 4. maí situr Duncan Laurence pikkfastur í 1. sæti á lista Eurovision World og Rússinn Sergey Lazarev er í því öðru eftir frábæra fyrstu æfingu. Má segja að sviðssetningin fleyti Rússanum langt, en hún hefur vakið gríðarlega athygli.

Ítalinn Mahmood laumar sér síðan í 3. sæti og stelur því af Svisslendingnum Luca Hänni, þó Ítalinn eigi eftir að æfa. Stóru löndin fimm sem komast sjálfkrafa áfram og gestgjafarnir Ísrael æfa nefnilega ekki í fyrsta sinn fyrr en næsta föstudag. Fyrrnefndur Luca, sem hefur þótt afar sigurstranglegur, dettur niður í 6. sætið eftir fyrstu æfingu.

Í fjórða sæti kemur síðan óvæntur hástökkvari, en það er Chingiz frá Aserbaídjan. Hann hoppar upp um heil átta sæti síðan 4. maí, enda sló hann rækilega í gegn á sinni fyrstu æfingu.

Svíinn John Lundvik heldur sínum stað í fimmta sæti, en margir hafa tippað á að hann geti hreinlega farið heim með verðlaunagripinn í ár.

Hástökk Ástralíu

Athygli vekur að Tamta frá Kýpur, sem hefur verið ansi vinsæl meðal Eurovision-aðdáenda, fer úr 7. sæti í það níunda eftir fyrstu æfingu, en nágranni hennar frá Möltu, Michela Pace bætir sig um eitt sæti, fer úr því áttunda í það sjöunda.

Annar hástökkvari er hin ástralska Kate Miller-Heidke sem fór á kostum á fyrstu æfingu með flutningi á laginu Zero Gravity. Hún hoppar úr 16. sæti í það ellefta. Sömu fimm löndin berjast hins vegar á botninum – Svartfjallaland, Georgía, San Marínó, Lettland og Moldóvía.

Sannir Eurovision-aðdáendur vita hins vegar að þessi staða getur síðan gjörbreyst eftir seinni æfingar listamannanna, sérstaklega eftir að stóru löndin fimm og Ísrael hafa sýnt sig og sannað á æfingu á sviðinu. Næsta æfing Hatara eru um hádegisbil á morgun, fimmtudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu
Fókus
Í gær

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“