fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Tatjana Latinovic nýr formaður Kvenréttindafélagsins

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 7. maí 2019 15:40

Stjórn og framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands 2019. Á mynd: Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir, Ellen Calmon, Tatjana Latinovic, Eva Huld Ívarsdóttir, Helga Baldvins Bjargardóttir, Hjördís Guðný Guðmundsdóttir, Stefanía Sigurðardóttir, Bergljót Tulinius Gunnlaugsdóttir, Helga Dögg Björgvinsdóttir og Hildur Helga Gísladóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tatjana Latinovic var kjörin nýr formaður Kvenréttindafélags Íslands á aðalfundi félagsins í gær, 6. maí 2019.

Tatjana er fyrsti formaður Kvenréttindafélagsins af erlendum uppruna, en félagið var stofnað af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur árið 1907.

Tatjana Latinovic

„Kvenréttindafélag Íslands á sér 112 langa sögu í baráttu fyrir jafnrétti. Ég er stolt að fá tækifæri til að feta í fótspor kvenna sem hafa gegnt formennsku á undan mér og hlakka til að leggja mitt að mörkum að leiða það í áframhaldandi baráttu fyrir jafnrétti fyrir alla,“ sagði Tatjana í ávarpi til fundargesta á aðalfundi.

Tatjana Latinovic hefur setið í stjórn Kvenréttindafélagsins síðan 2015 og gegnt embætti varaformanns síðan þá. Hún hefur verið baráttukona fyrir kvenréttindum og réttindum innflytjenda síðan hún flutti til Íslands árið 1994. Hún er einn stofnenda W.O.M.E.N. in Iceland – Samtaka kvenna af erlendum uppruna, og sat í stjórn frá stofnári 2003 til 2012, þar af sem formaður 2004-2008. Hún sat einnig í stjórn Kvennaathvarfsins, frá 2004 til 2012. Tatjana er formaður Innflytjendaráðs og situr í Jafnréttisráði fyrir hönd Kvenréttindafélagsins.

Fríða Rós Valdimarsdóttir lét af formennsku eftir fjögur ár og átta ára stjórnarsetu. Kvenréttindafélagið þakkar Fríðu fyrir samstarf sitt og ómetanlegt framlag hennar til félagsins og baráttumála þess og hlakkar til áframhaldandi samstarfs við hana á öðrum vettvangi.

Á fundinum voru fimm nýjar konur kosnar í stjórn, Bergljót Tulinius Gunnlaugsdóttir, Eva Huld Ívarsdóttir, Stefanía Sigurðardóttir, Helga Baldvins Bjargardóttir og Hjördís Guðný Guðmundsdóttir. Taka þær sæti í stjórn Kvenréttindafélagsins þar sem áfram sitja Ellen Calmon, Helga Dögg Björgvinsdóttir, Hildur Helga Gísladóttir og Steinunn Stefánsdóttir.

Úr stjórn viku Dagný Ósk Aradóttir Pind, Katrín Júlíusdóttir, Sunna Gunnars Marteinsdóttir og Vilborg Ólafsdóttir, Kvenréttindafélag Íslands þakkar þeim einnig fyrir samstarfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
Eyjan
Fyrir 5 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“