fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Matur

Þetta er eini sumardrykkurinn sem þú þarft – Fullkominn á pallinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 7. maí 2019 16:30

Heldur betur frískandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið er greinilega komið, þó að hitastigið mætti fara aðeins upp á við. Þeir sem búa svo vel að eiga skjólgott horn á pallinum eða svölunum ættu að smella í þennan svalandi sumardrykk en uppskriftina fundum við á Chelsea‘s Messy Apron.

Bláberjalímonaði

Hráefni:

2/3 bolli sykur
2/3 bolli vatn
1½ bolli fersk bláber
1 tsk. sítrónubörkur, rifinn
1 bolli nýkreistur sítrónusafi (4–5 sítrónur)
2 bollar ísmolar
3 bollar sódavatn

Aðferð:

Setjið sykur, vatn, bláber og sítrónubörk í pott. Náið upp suðu yfir meðalhita, lækkið hitann og látið malla í 5 til 10 mínútur, eða þar til sykurinn er bráðnaður og bláberin byrjuð að springa. Takið af hitanum og látið renna í gegnum gatasigti. Látið kólna alveg. Blandið bláberjasírópinu síðan saman við sítrónusafa og ísmola í stórri könnu. Hrærið vel saman. Blandið sódavatni saman við rétt áður en njóta á drykksins, en þeir sem eru villtir geta bætt smá áfengi út í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum