fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Matur

Fimm ástæður fyrir því að sjávarsalt ætti að vera til á hverju heimili – Ekki bara gott í matseld

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 7. maí 2019 15:30

Sjávarsaltið er gott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjávarsalt er dásamlegt í alls kyns matargerð og getur í raun bragðbætt hvaða mat sem er. Hins vegar er sjávarsalt ekki aðeins gott í matseld heldur einnig fyrir líkama og sál.

Stríðið við flösuna

Sjávarsalt er góður bandamaður í stríðinu við flösuna. Til að minnka flösuna, og jafnvel losa þig við hana, ættirðu að nudda einni til tveimur teskeiðum af sjávarsalti í hársvörðinn með rökum fingrum. Með þessu dustarðu flösuflyksurnar úr hársverðinum en veitir hársverðinum einnig raka.

Pirringur í eyrum

Þeir sem hafa látið gata á sér eyrun kannast við að finna fyrir pirringi í kringum götin. Til að lina pirringinn er gott að blanda smá sjávarsalti við volgt vatn, bleyta klút með blöndunni og láta hann liggja á pirraða svæðinu í nokkrar mínútur.

Andlitshreinsir

Til að tryggja hreint og ljómandi andlit er hægt að blanda einni teskeið af sjávarsalti saman við 100 millilítra af volgu vatni og setja blönduna í spreybrúsa. Spreyið blöndunni í andlitið tvisvar á dag en forðist að blandan fari í augun. Sjávarsaltið hreinsar svitaholur og rekur allar bakteríur í húðinni í burtu.

Betri svefn

Ótrúlegt en satt þá gerir það kraftaverk að setja smá sjávarsalt á tunguna fyrir svefninn. Það dregur úr umfram munnvatnsframleiðslu og tryggir betri svefn.

Frábært hár

Með því að nudda hársvörðinn með blöndu af sjávarsalti og volgu vatni getur það styrkt hársekkinn og aukið vöxt hársins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna