fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

One Direction-stjarna í átökum á flugvelli: Tomlinson fékk nóg

Veittist að ljósmyndara og kom kærustu sinni til bjargar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. mars 2017 11:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poppstjarnan Louis Tomlinson (25) var eitthvað illa fyrir kallaður á flugvelli í Los Angeles á föstudagskvöld sem endaði með að hann var handtekinn og kærður fyrir líkamsárás.

Tomlinson, sem var í poppsveitinni One Direction og gerir það nú gott í tónlistinni einsamall, tók því illa þegar ljósmyndari hóf að smella myndum af honum og kærustu hans, Eleanor Calder, á flugvellinum. Veittist Tomlinson að ljósmyndaranum, reyndi að taka af honum vélina og enduðu þeir síðan í glímutökum. Lauk því með að ljósmyndarinn mjólkaði augnablikið og þóttist liggja óvígur eftir.

Rauk Tomlinson því næst til bjargar kærustu sinni sem komin var í átök við ágenga unga konu.

Tomlinson virðist vart trúa sínum eigin augum og heyra má hann hrópa: „Hvað í andskotanum er eiginlega að gerast hérna?!“ á meðfylgjandi myndbandi sem náðist af atvikinu.

Við það að losa kærustu sína féll unga konan í gólfið og heldur því fram að Tomlinson hafi skellt henni í gólfið og slegið hana. Unga konan nýtti sömuleiðis hverja sekúndu af fjölmiðlaathyglinni sem hún fékk og lýsti því yfir að hún myndi kæra Tomlinson fyrir árásina.

Söngvarinn var síðan handtekinn af lögreglu á flugvellinum laust fyrir miðnætti eftir atvikið en látinn laus um klukkna hálf tvö eftir miðnætti.

Tomlinson hefur í dag fengið stuðningsyfirlýsingar frá fleiri breskum stjörnum sem telja að hann hafi verið í fullum rétti að bregðast ókvæða við ágangi ljósmyndara og aðdáenda. Meðal þeirra eru sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan og Kryddpían fyrrverandi, Mel C.

Hér fyrir neðan má sjá myndabandið sem vakið hefur mikla athygli í dag.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=W2Th37tjQvM?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Stundum þarftu bara að segja fokk it“

Vikan á Instagram – „Stundum þarftu bara að segja fokk it“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“