fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Ungur piltur fann verðmætan demant fyrir tilviljun

Steinn vó 7.44 karöt og er líklega tugmilljóna virði

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 18. mars 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn fjórtán ára gamli Kalel Langford var staddur í bænum Murfressboro í Arkasas ásamt fjölskyldu sinni um nýliðna helgi. Þar tók pilturinn þátt í hafnaboltamóti með liðsfélögum sínum. Í hléi milli leikja þá skellti fjölskyldan sér í göngutúr í „Demantagígnum“, litlum þjóðgarði í grennd við Murfressboro. Eins og nafnið gefur til kynna þá er gígurinn þekktur fyrir að þar finnast nokkuð reglulega demantar en 75.000 slíkir eðalsteinar hafa fundist þar frá því að sá fyrsti uppgötvaðist árið 1906. Það er nákvæmlega það sem henti hinn unga Kalel um helgina.

Demanturinn lætur ekki mikið yfir sér en hann gæti verið tugmilljóna virði.
Verðmæti Demanturinn lætur ekki mikið yfir sér en hann gæti verið tugmilljóna virði.

Hann hafði aðeins gengið um svæðið í 30 mínútur ásamt fjölskyldu sinni þegar hann rak augun í eitthvað sem glitraði á í jarðveginum. Hann kannaði málið og í ljós kom 7.44 karata demantur sem er sá sjöundi stærsti sem fundist hefur frá stofnun þjóðgarðsins. Verðmæti steinsins sem Kalel fann hefur ekki enn verið metið en árið 2015 fann Bobbie Oskarson 8.52 karata stein í garðinum sem metinn var á um 1 milljón dollara. Líklega er steinninn sem Kalel fann tugmilljóna virði.

Nefndur í höfuðið á Súperman

Óhætt er að segja að Kalel og fjölskylda hans hafi verið í uppnámi þegar í ljós kom hvað hann hafði fundið. Í frétt Daily Mail um fundinn kemur fram að Kalel er mikill Súperman-aðdáandi og því ætlar hann að skýra steininn „Súperman-steininn“. Ástæðan er eflaust sú að Kal-el er upphaflegt nafn ofurhetjunnar. Þá kemur fram að hann hafi ekki hug á að selja hann strax.

„Þetta er ótrúlegur fundur. Aðstæður til þess að finna demanta voru afar góðar um helgina. Það rigndi yfir svæði sem hafði nýlega verið plægt og þá skolast stundum jarðvegur af demöntum. Þá er líklegra að fólk reki augun í þá þegar þeir glitra í jarðveginum,“ sagði Waymon Cox, sérfræðingur hjá Uppgötvunarmiðstöð um demanta, sem staðsett er í garðinum. Alls hafa 97 demantar fundist í garðinum á þessu ári en samanlögð þyngd þeirra er 26.84 karöt.

Stærsti demanturinn sem fundist hefur í Bandaríkjunum er hinn 40.23 karata „Sámur frændi“ sem fannst árið 1924.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“