Á vefsíðunni Delish er að finna aragrúa af góðum uppskriftum, þar á meðal þessa uppskrift að ketó kvöldmat. Þessi réttur er fáránlega einfaldur og svíkur engan.
Hráefni:
4 sneiðar þykkt beikon
4 kjúklingabringur
2 tsk. ranch krydd
salt og pipar
1½ bolli rifinn ostur
Aðferð:
Steikið beikonið þar til það er stökkt, eða um 8 mínútur. Setjið á pappírsþurrku til að þerra fituna af og saxið svo í litla bita. Hellið allri beikonfitunni af pönnunni, nema um 2 matskeiðum. Saltið og piprið kjúklinginn og eldið í 6 mínútur á hvorri hlið. Lækkið hitann og stráið ranch kryddi yfir kjúklinginn og setjið ostinn ofan á. Setjið lok á pönnuna og eldið þar til osturinn hefur bráðnað, eða í um 5 mínútur. Stráið beikoni yfir kjúklinginn og berið fram strax.