Ekki eru öll herbergi í húsnæðinu í Víðinesi leigð út. Vistmenn segja að lengst af í vetur hafi tvö herbergi staðið laus en nú séu þau fjögur. Borgin vill ekki taka fleiri þar inn þar sem um tilraunaverkefni sé að ræða.
Í vetur falaðist Landspítalinn eftir því að sjúklingur sem þar lá inni kæmist á Víðines en fékk synjun hjá borginni. Í svari frá borginni stóð að borgin myndi frekar aðstoða núverandi íbúa að komast í varanlega búsetu.
Mikil óvissa ríkir um framtíð fólksins í Víðinesi, frestur hefur verið framlengdur og fundir haldnir án nokkurrar niðurstöðu. Vandræðagangurinn heldur því áfram.