fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Ágúst Ólafur segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. maí 2019 13:44

Ágúst Ólafur lýsir eftir umhverfisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staðfest er að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir af sér varaformennsku í fjárlaganefnd. Ágúst Ólafur sneri aftur til starfa í dag eftir leyfi sem hann tók sér vegna óviðeigandi framkomu í garð blaðakonu á Kjarnanum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kvaðst munu gangast fyrir mótmælum gegn Ágústi Ólafi ef hann segði ekki af sér varaformennskunni.

Ágúst Ólafur tilkynnti fyrir skömmu um endurkomu sína á Alþingi með færslu á Facebook-síðu sinni. Mikil auðmýkt einkenndi þau skrif en Ágúst Ólafur sagði meðal annars:

„Ég tek því ekki sem sjálfgefnu að taka aftur sæti á þingi á ný og mun leggja mig allan fram að ávinna mér traust á nýjan leik. Ég brenn enn fyrir því að starfa í þágu samfélagsins og koma góðum málum til leiðar sem stjórnmálamaður. Í raun er ég að biðja um annað tækifæri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“