Ég er endalaust búin að leita að ketó pítsubotni sem ég fíla, þar sem ég er mikil pítsukjella. Ég hef prufað margar útgáfur, en ég var þokkalega sátt við þennan því ég vil hafa botninn stökkan og þessi er það.
Það breytir miklu að krydda deigið og hafa vel af sósu og osti af sjálfsögðu þar sem botninn er þurr.
En um mig hríslaðist þessi gamli góði pítsufílingur þegar ég beit í.
Hráefni:
1 og ½ bolli möndlumjöl
½ bolli parmesan ostur
1 msk. husk
½ tsk. salt
½ tsk. ítalskt krydd
½ tsk. hvítlauksduft
½ tsk. lyftiduft
2 egg
1 msk. olía
2 msk. vatn
Aðferð:
Þurrefnum blandað fyrst saman. Hræra saman egg, vatn og olíu og bæta út í þurrefnin. Baka botninn í 15 mínútur á 200°C, snúa honum svo við og setja álegg. Baka áfram í sirka 15 mínútur.