fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Fréttir

Allt á suðupunkti vegna flugvélar sem WOW leigði: Hótanir og tengsl milljarðamærings í ríkisstjórn Donalds Trump

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. maí 2019 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist vera sem allt sé á suðupunkti vegna kyrrsetningar Isavia á flugvél sem WOW air leigði af bandaríska fyrirtækinu Air Lease Corporation (ACL). Greint er frá því á forsíðu Fréttablaðsins í dag að dulbúnum hótunum hafi verið beitt af hálfu forsvarsmanna ACL.

Isavia kyrrsetti vélina um það leyti sem WOW fór í gjaldþrot vegna vangoldinna gjalda. ACL hefur reynt að fá kyrrsetningunni hnekkt en án árangurs og ber fyrir sig að enginn grundvöllur sé fyrir henni. Vélin sé í eigu þriðja aðila og ACL beri enga ábyrgð á umræddri skuld. Ljóst má vera að miklir hagsmunir eru í húfi.

Eigandi og stofnandi ACL heitir Steven F. Udvar-Házy en hann er milljarðamæringur og nokkuð valdamikill ef marka má frétt Fréttablaðsins. Er hann þannig sagður hafa sterk tengsl sem ná til ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.

Í fréttinni er gefið til kynna að fyrirtækið gæti beint spjótum sínum að stjórnendum Isavia persónulega en áhrifin gætu einnig náð til íslenskra flugfélaga og annarra fyrirtækja sem selja ferðir til Bandaríkjanna.

Þá segir í fréttinni að sendiherra Bandaríkjanna hér á landi hafi átt vegna málsins en málið mun þó ekki vera komið á borð utanríkisráðuneytisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað