fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fókus

Lily Collins fyrirgefur föður sínum

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 12. mars 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Lily Collins er ein af fimm börnum tónlistarmannsins Phil Collins. Hin 27 ára gamla leikkona hefur notið mikillar velgengni og fékk Golden Globe-tilnefningu fyrir leik sinn í myndinni Rules Don’t Apply. Hún sendi nýlega frá sér bók þar sem hún fjallar meðal annars um samband sitt við föður sinn og segist fyrirgefa honum fyrir að hafa ekki verið sá faðir sem hún hafði ætlast til að hann væri. Lily lýsir því hversu erfitt var að búa fjarri föður sínum og segir að mesta óöryggi sitt stafi af sambandsleysinu við hann.

Phil Collins er þrígiftur og Lily er dóttir hans af öðru hjónabandi. Hún var fimm ára gömul þegar foreldrar hennar skildu. Eftir það sá hún föður sinn einungis í skólafríum. Lily segist hafa glímt við átröskun og tengir það skilnaði föður hennar og þriðju eiginkonu hans, Orianne Cevey, árið 2008, en Cevey fékk 25 milljónir punda í sinn hlut við skilnaðinn. „Ég gat ekki tekist á við sársaukann og óróann sem fylgdi skilnaði föður míns,“ segir Lily í bókinni sem er í ritgerðarformi og ber titilinn Unfiltered: No Shame, No Regrets, Just Me. Faðir hennar tók nýlega aftur saman við þriðju eiginkonu sína en þau eiga saman tvo syni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum