fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025

Íslenskar íþróttabullur

Svarthöfði
Laugardaginn 4. maí 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni fór fram mikill hitaleikur í úrslitum körfuboltans. Galvaskir Breiðhyltingar slökktu sigurvonir Vesturbæinga með þriggja stiga körfu á lokaandartökum leiksins, og boltinn sveif í fallegum boga beint í netið. Við tóku alsæluorg í öðrum enda salarins en gnístandi dauðaþögn í hinum. Svona geta nú íþróttirnar verið magnaðar. Að fólk geti sýnt slík viðbrögð við því að sveittur karl í stuttbuxum kasti leðurtuðru í gegnum járnhring.

Það sem gerðist líka á leiknum var að Martina, dóttir Borche Ilievski, þjálfara Breiðhyltinga, sýndi Kristófer Acox, leikmanni KR, tvær löngutangir þegar hann féll eftir harða rimmu. Stundum er þetta að kallað að sýna örninn, flippa einhverjum eða einfaldlega að gefa fokk-jú merki.

Íslenskur dólgsháttur á íþróttaleikjum er alltaf fyndinn, sérstaklega þegar það gerist í körfubolta eða handbolta. Bráðfyndinn. Aðeins tveir mánuðir eru síðan slagsmál áttu sér stað í bikarúrslitaleik á milli Garðbæinga og Breiðhyltinga. Sauðdrukkinn æskulýðsfulltrúi og stuðningsmaður Garðarbæjarliðsins átti þar upptökin og var rekinn út. Svarthöfði man einnig eftir því þegar Mosfellingar voru barðir í stöppu af Kópavogsbúum í bikarleik í handbolta fyrir meira en fimmtán árum. Svarthöfði flissar enn þá við þá minningu.

Í stóra samhenginu eru bullulæti á íþróttaleikjum ekkert gamanmál. Allir muna eftir stórslysum í Hillsborough og Heysel. Það er ekkert grín að lenda í knattspyrnubullum frá Bretlandi og sennilega mun verra að lenda í þeim rússnesku eða tyrknesku. Sumar bullur hafa verið hífðar upp á stall. Gerðar hafa verið kvikmyndir, og bullufélög, tengd ákveðnum fótboltaliðum, orðið fræg.

Í þessum samanburði verða íslensk bullulæti alltaf kjánaleg. Við erum svo lítil og svolítið hallærisleg líka. Það getur enginn orðið töffari eða alræmdur af því að vera íslensk körfuboltabulla. Í besta falli er hlegið að þessu fólki, sem veðrast svo upp við að horfa á leikinn að það missir alla stjórn á sjálfu sér og ræðst á náungann. Ísland er líka svo lítið land að það getur aldrei myndast þessi mikla gjá milli stuðningsmanna eins og úti í heimi. Undantekningin frá því er vitaskuld glímufélögin við Mývatn, Eilífur og Mýetningur. Svarthöfði getur vel skilið að þar geti soðið upp úr á milli stuðningsmanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Spekingar spá í spilin fyrir þá Bestu og mikilvægir leikir hjá landsliðinu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Spekingar spá í spilin fyrir þá Bestu og mikilvægir leikir hjá landsliðinu
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Logi Einarsson: Munurinn á okkur og síðustu ríkisstjórn er að við erum samstiga og komum hlutunum í verk

Logi Einarsson: Munurinn á okkur og síðustu ríkisstjórn er að við erum samstiga og komum hlutunum í verk
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Framherji sem er yfir tvo metra á hæð orðaður við United

Framherji sem er yfir tvo metra á hæð orðaður við United
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta eru þeir tíu leikmenn sem eiga að skara fram úr í Bestu deildinni í sumar

Þetta eru þeir tíu leikmenn sem eiga að skara fram úr í Bestu deildinni í sumar
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Rígur á milli Beckham bræðra – Talast ekki við

Rígur á milli Beckham bræðra – Talast ekki við
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Spá fyrir Bestu deildina – 9. og 10. sæti: Mosfellingar halda sér en vonbrigði fyrir norðan

Spá fyrir Bestu deildina – 9. og 10. sæti: Mosfellingar halda sér en vonbrigði fyrir norðan
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“