fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Ágúst Ólafur hefur endurskoðað líf sitt og snýr aftur á þing: „Í raun er ég að biðja um annað tækifæri“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 14:00

Ágúst Ólafur Ágústsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karen Kjartansdóttir, framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar, staðfestir við Fréttablaðið í dag að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður flokksins, muni snúa aftur úr leyfi á fimmtudag, en hann hefur verið í leyfi frá þingstörfum síðan í desember.

Ágúst greindi frá því á Facebook þann 8. febrúar að hann hafi ákveðið að taka sér launalaust leyfi frá þingstörfum og hygðist fara í áfengismeðferð, en hann áreitti blaðamann Kjarnans með kynferðislegum hætti sumarið 2018. Fékk hann áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar vegna þess.

UPPFÆRT

Ágúst Ólafur birti eftirfarandi stöðuuppfærslu á Facebook í dag eftir að fréttir birtust um endurkomu hans:

„Á morgun lýkur leyfi mínu frá störfum á Alþingi. Það er ekkert leyndarmál að undanfarna mánuði hef ég þurft að endurskoða líf mitt og sækja mér faglegrar aðstoðar við áfengisvanda, sem var meiri en ég hafði áttað mig á. Sú aðstoð sem ég hef fengið frá SÁÁ og fleiri stuðningshópum hefur reynst mér ómetanleg. Ég hef þurft að horfast í augu við líf mitt, viðurkenna vanmátt minn gagnvart áfengi og vera tilbúinn að þiggja aðstoð annarra. Hjá SÁÁ hefur mér opnast nýr heimur. Markmið þeirra sem leita sér aðstoðar er að verða betri samferðarmenn fyrir sína nánustu og samfélagið allt. Hinni eiginlegu meðferð er nú lokið þótt verkefninu ljúki vissulega aldrei.

Ég tek því ekki sem sjálfgefnu að taka aftur sæti á þingi á ný og mun leggja mig allan fram að ávinna mér traust á nýjan leik. Ég brenn enn fyrir því að starfa í þágu samfélagsins og koma góðum málum til leiðar sem stjórnmálamaður. Í raun er ég að biðja um annað tækifæri.“

 

 

Ágúst Ólafur skrifaði á Facebook í febrúar:

„Fyrir tveimur mánuðum tók ég mér launalaust leyfi frá þingstörfum eftir að hafa sýnt af mér óforsvaranlega hegðun og fengið áminningu frá trúnaðarnefnd flokksins. Fyrir þá hegðun og þann dómgreindarbrest skammast ég mín og iðrast mjög. Ég vil biðjast aftur innilega afsökunar á háttsemi minni.

Ég hef notað þennan tíma til að endurskoða líf mitt og hef ég nú lokið fyrsta mánuði af áfengismeðferð hjá SÁÁ og sú meðferð stendur enn yfir. Hjálpin sem ég hef fengið innan SÁÁ hefur komið mér í skilning um þá afneitun sem ég hef verið í gagnvart sjúkdómi mínum. Áfengi var farið að hafa mjög neikvæð áhrif á líf mitt og það er sömuleiðis sárt að vita til þess að ég hef valdið öðrum vanlíðan. Áfengisvandi minn er vitaskuld engin afsökun fyrir hegðun minni og ég ber fulla ábyrgð á mínum gjörðum.

Sú ákvörðun að fara í áfengismeðferð hefur reynst mér gæfuspor. Ég hef þurft viðurkenna vanmátt minn og vera tilbúinn að þiggja aðstoð. Ég hef komist að því að vandi minn er meiri en ég hafði áttað mig á. Ég hef einnig upplifað á eigin skinni hvað sú þjónusta, fræðsla og ráðgjöf, sem SÁÁ veitir, er mikilvæg.

Það er fátt sem mig langar meira en að vinna í þágu réttlátara samfélags en ég þarf að setja heilsu mína og meðferð í forgang. Ég mun því óska eftir því að fara í veikindaleyfi frá störfum mínum á Alþingi á meðan ég vinn að því að ná bata. Tíminn mun leiða í ljós hvenær ég muni taka aftur sæti á þingi. Ég vona að fólk sýni þeirri ákvörðun skilning.“

Sjá einnig: „Í hvert sinn sem ég neitaði honum þá niðurlægði hann mig“

Sjá einnig: Ágúst Ólafur í leyfi af þingi eftir alvarlegt atvik í sumar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“