fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fókus

Aðdáendur átta sig á tengingunni á milli Hatara og Bjarna Ben

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 15:00

Góð tenging.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðlegir aðdáendur Hatara á Facebook hafa verið duglegir upp á síðkastið að viða að sér ýmsum upplýsingum um Hatara í aðdraganda Eurovision-keppninnar í Tel Aviv í maí.

Meðal þess sem aðdáendur hafa áttað sig á er tengingin á milli Hatara og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Það er kona að nafni Johanna Hammer sem bendir erlendum aðdáendum sveitarinnar á að kynningarmyndband Hatara, sem spilað var í úrslitum Söngvakeppninnar, er kómísk endurgerð á kosningamyndbandi Bjarna Benediktssonar, en flestir Íslendingar hafa eflaust áttað sig á þessu.

„Þetta var auðvitað önnur brella hjá Hatara, þó þetta virtist saklaust. Þetta var tilvísun í fyrrverandi forsætisráðherra sem gerði myndbandið til að bæta ímynd sína eftir hneykslismál! Sumt sem hann segir er meira að segja endurtekið í myndbandi Hatara – Klemens segir að það sé mikill kærleikur í kökunni og Matthías minnist á að hún sé örlítið klístruð,“ skrifar Johanna. „Kakan lítur meira að segja eins út!!“

Aðrir aðdáendur skemmta sér konunglega yfir þessari tengingu.

„Hahaha, allt við Hatara passar. Af hverju eru þeir svona hæfileikaríkir?!!“ skrifar aðili í nafni annarrar aðdáendasíðu hljómsveitarinnar. „Hatari er eins og laukur. Maður fjarlægir eitt lag og uppgötvar nýtt,“ skrifar Adet Aboderin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 6 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 1 viku

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“