Pítsuskerar eru til á nánast hverju heimili, enda þarfaþing á pítsukvöldum fjölskyldunnar. Sumir nota pítsuskerann eingöngu til að skera pítsur, sem er mikil sóun á þessu frábæra tæki.
Pítsuskerar eru nefnilega ekki bara góðir til að skera pítsur, heldur líka frábært tæki til að skera niður ferskar kryddjurtir, enda afar beitt blöð á pítsuskerum.
Þá er líka tilvalið að nota pítsuskerann til að skera niður mat, eins og pönnukökur og pasta, fyrir lítil börn. Miklu minni fyrirhöfn en að nota hníf og gaffla þegar að fóðra þarf óþolinmóð og svöng börn.