fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar: Leiðinda spá fyrir bogmanninn – Stirt á milli elskenda

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 28. apríl 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá fyrir vikuna 29. apríl – 5. maí

stjornuspa

Hrútur

11. mars – 19. apríl

Þú ert búinn að njóta frísins sem hefur verið undanfarið elsku hrútur og það dregur svo sem ekkert mikið til tíðinda í þessari viku. Hins vegar eru einhver meiðsl eða óþægindi búin að hrjá þig og nú er hugsanlega kominn tími til að láta kíkja á það. Ekkert að óttast – það er hugsanlega hægt að lina sársauka þinn án mikillar fyrirhafnar.

Einhleypir hrútar eru sáttir í eigin skinni og nenna ekki deitlífinu. Það er hins vegar allt að gerast í ástarlífinu hjá lofuðum hrútum og ástarböndin verða sífellt sterkari. Það er líka út af því að þú og maki þinn eru duglegir að rækta sambandið. Það er mjög mikilvægt.

Lukkudagur: Föstudagur
Happatölur: 5, 11, 29

stjornuspa

Naut

20. apríl – 20. maí

Þau naut sem eiga eftir að eiga afmæli eiga góða tíma í vændum og einhver sem kemur þér skemmtilega á óvart í tilefni afmælisins. Mér sýnist það vera ferð. Þarf ekkert endilega að vera utanlandsferð, en þessi ferð verður ógleymanleg.

Það er mikið álag í vinnunni og mikill hraði. Þá vilja mistökin oft gerast. Hafðu það hugfast og flýttu þér hægt. Þú ert mitt í stóru verkefni þar sem ekkert má klikka og kúnnarnir eru frekar ósanngjarnir. Mundu að halda í jákvæðnina innra með þér – þá hafa þeir minni áhrif á þig.

Lofuð naut sem eiga börn fá óvænt pössun í vikunni. Hún verður sko nýtt út í ystu æsar.

Lukkudagur: Þriðjudagur
Happatölur: 12, 31, 90

stjornuspa

Tvíburar

21. maí – 21. júní

Vikan er svona og hinsegin og allavegana hjá tvíburum – líkt og tvíburarnir sjálfir. Þú verður að spá aðeins í því sem þú lætur ofan í þig. Það eru einhver matvæli að fara illa í þig og ég ráðlegg þér að byrja að kortleggja það undir eins.

Í ástarlífinu er mikið um hæðir og lægðir. Eina vikuna ertu glaður, tvíburinn minn, og hina vikuna er allt í rúst. Gæti það verið þér að kenna og skapgerðinni þinni? Getur þú gert eitthvað til að færa meira jafnvægi inn á heimilið? Spurðu þig að þessum spurningum og svaraðu hreinskilningslega?

Í vinnunni er óttalegt kaos, sérstaklega eftir alla frídagana, og það dæmist á þig að reyna að koma skipulagi á óreiðuna. Þú ert náttúrulega meistari í skipulagi og ferð létt með það.

Lukkudagur: Mánudagur
Happatölur: 1, 17, 40

stjornuspa

Krabbi

22. júní – 22. júlí

Elsku, skemmtilegi krabbi. Frábært og stórkostlegt tækifæri bankar á dyr – tækifæri sem gæti breytt lífinu. Nú er að hrökkva og stökkva, og ef ég þekki þig rétt þá áttu eftir að stökkva. Þú veist nefnilega að það versta sem getur gerst er að þér mistekst og ferð að einbeita þér að öðru. Fólk dáist að hugarfarinu þínu og vill fátt meira en að líkjast þér. Mundu það.

Þessu nýja tækifæri fylgja miklir peningar sem þú verður að kunna að fara með. Ekki hika við að leita þér aðstoðar með það því það getur komið sér vel að eiga aur ef allt fer til fjandans.

Lukkudagur: Sunnudagur
Happatölur: 18, 22, 100

stjornuspa

Ljón

23. júlí – 22. ágúst

Það er einhver manneskja eða manneskjur í vinnunni sem gera þér lífið leitt þessa dagana. Það er í raun engin ástæða fyrir því – stundum er persónuleikinn bara þannig að fólk fattar ekki hvert þú ert að fara og sér ekki góðmennskuna sem býr undir hörðu yfirborðinu. En þessi mál verður þú að leysa svo þú getir haldið áfram á sama vinnustað – stað sem þú elskar.

Það er frekar þröngt í búi hjá þér eftir páskana og þér fallast hendur þegar þú þarft að greiða alla reikningana um mánaðarmótin. En þetta líður hjá. Þú þarft bara að passa upp á þitt og ekki eyða um efni fram.

Einhleyp ljón eiga gott í vændum. Þau kynnast dásamlegri manneskju sem þau eyða nokkrum góðum dögum með sem verða uppfullir af rómantík, dásamlegu kynlífi og hlátri. Gaman! Hjá lofuðum ljónum er hins vegar akkúrat öfugt uppi á teningnum. Ástarlífið er erfitt og stirt á milli elskhuga. Eitthvað sem þarf að ræða áður en það verður of seint.

Lukkudagur: Mánudagur
Happatölur: 3, 40, 87

stjornuspa

Meyja

23. ágúst – 22 .september

Þessi vika einkennist af jafnvægi – sem er afar sjaldgæft þegar að meyjur eru annars vegar. Þú ert í góðu jafnvægi og nærð að leysa öll verkefni án þess að missa þig of mikið í smáatriðunum og án þess að missa vitið af stressi. Hugsanlega tengist þetta nýrri hreyfingu sem þú ert búin að kynnast sem losar um öll stresshormónin. Haltu þessari hreyfingu áfram.

Lofaðar meyjur skipuleggja ótrúlega skemmtilega ferð með elskhuga sínum. Í raun er ástarlífið í blóma og góð og sterk vinátta búin að myndast með áralangri vinnu. En það er erótískur blossi í vináttunni sem tryggir að samlífið er stórkostlegt.

Lukkudagur: Laugardagur
Happatölur: 10, 12, 47

stjornuspa

Vog

23. september – 22. október

Upphaf vikunnar einkennist af ást, gleði, rómantík og hamingju. Hún sem sagt byrjar mjög vel. Eftir því sem líður á vikuna nær streitan aðeins tökum á þér en þú verður að henda henni í aftursætið.

Þú hefur haft áhyggjur af heilsunni þinni undanfarið og ekki að ástæðulausu. Þessi þrotlausa vinna þína hefur áhrif, eins og þú ert búin að komast að, elsku vog, en sem betur fer ertu að gera eitthvað í þínum málum. Haltu því áfram.

Það er einhver svakalega skemmtileg ferð framundan – ferð þar sem þú gleymir stund og stað, skilur tölvuna eftir heima og bara skemmtir þér. Þú getur hlakkað mikið til þess1

Lukkudagur: Þriðjudagur
Happatölur: 9, 19, 50

stjornuspa

Sporðdreki

23. október – 21. nóvember

Í vinnunni er rosalega létt yfir öllum, sem er kærkomin breyting frá andrúmsloftinu sem hefur ríkt að undanförnu. Þú færð frábært tækifæri í vinnunni sem á eftir að breyta miklu í þínu lífi, þá helst peningalega séð.

Gamall vinur, líklegast úr grunnskóla, lætur í sér heyra eftir áralanga þögn, en hann er ekki með góðar fréttir. Nú reynir á þig að standa með vin í neyð, kæri sporðdreki. Það verður erfitt en þú myndir aldrei geta lifað með sjálfum þér ef þú myndir bregðast.

Sporðdrekar sem eru í skóla eiga frábæra viku í vændum og eiga eftir að klára skólaárið með stæl. Ef þeir eru einhleypir gæti nýr ástarblossi kviknað í prófalestri. Spennandi!

Lukkudagur: Föstudagur
Happatölur: 23, 39, 51

stjornuspa

Bogmaður

22. nóvember – 21. desember

Þetta er erfið vika fyrr bogmanninn – ég ætla bara að segja það hreint út. Það eru vandræði í peningamálunum sem þú hugsar stanslaust um, en þessi mál eru eiginlega komin úr þínum höndum og í annarra. Þetta er góð lexía fyrir þig að passa þig í framtíðinni hverjum þú treystir.

Það er eilítið svipað uppi á teningnum í ástarlífinu. Þú þarft að passa þig hverjir fá hjarta þitt því sumir eru ekki þess verðugir. Þannig að spáðu vel í því með hverjum þú ert í sambandi eða við það að fara í samband með.

Sorrí, hvað þetta er ömurlega leiðinleg stjörnuspá bogmaðurinn minn, en stundum þarf sannleikurinn sári að heyrast svo hægt sé að breyta til betri vegu.

Lukkudagur: Miðvikudagur
Happatölur: 11, 27, 71

stjornuspa

Steingeit

22. desember – 19. janúar

Það er svaka stuð í kortunum hjá steingeitinni, en henni er boðið í teiti sem heppnast mun betur en hún heldur. Hún bara skemmtir sér konunglega, sem kennir henni að skilja stundum svartsýnina eftir heima og taka jákvæðninni fagnandi.

Ég er svo ekki frá því að þú vinnir í happdrættinu, elsku steingeit, eða í lottó. Það er allavega smá peningur á leið til þín – peningur sem þú átt alls ekki von á. Auðvitað ert þú skynsöm og ráðstafar honum eins og best er.

Lukkudagur: Fimmtudagur
Happatölur: 4, 56, 80

stjornuspa

Vatnsberi

20. janúar – 18. febrúar

Fjölskyldan er í aðalhlutverki þessi vikuna – hvort sem það er maki, börn, ættingjar eða nánasta fjölskylda. Það er mikið um fjölskylduhittinga og þér finnst ofboðslega gaman að styrkja fjölskylduböndin, vatnsberinn minn.

Þú ert sjálfsöruggari sem aldrei fyrr um þessar mundir, kæri vatnsberi. Þú hefur fundið leið til að berja þér sjálfum á brjóst án þess að vera sjálfumglaður og fólk er farið að taka eftir því. Þér verður boðin ný vinna innan skamms sem er rosalega spennandi, en skoðaði málið (og fólkið sem fylgir) vel.

Þú þarft að hugsa betur um heilsuna og hlusta á líkamann. Ef þér finnst eins og eitthvað sé ekki eins og það ætti að vera, ættir þú að leita til læknis fljótlega.

Lukkudagur: Miðvikudagur
Happatölur: 12, 73, 91

stjornuspa

Fiskar

19. febrúar – 20. mars

Ég sé einhverja keppni sem gengur út á líkamlega yfirburði sem þú tekur þátt í. Og gerir það með stæl. Ég er ekki frá því að þú lendir á verðlaunapalli eða bætir persónulegt met. Vel gert!

Þú ferð í vinnuferð bráðlega á stað sem þú hefur aldrei komið á áður. Það hræðir þig pínulítið og þú ert stressaður fyrir þessari ferð, fiskakrútt. Þú gætir líka þurft að taka nokkrar vel útpældar áhættur, sem fer þér afar illa. En stundum er gott að hoppa út fyrir þægindarammann.

Lukkudagur: Sunnudagur
Happatölur: 8, 36, 99

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Vakti athygli á athæfi Freys er hann var nýlentur í Noregi – „Þá er ólíklegt að menn fari að ydda blýantana strax“

Vakti athygli á athæfi Freys er hann var nýlentur í Noregi – „Þá er ólíklegt að menn fari að ydda blýantana strax“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Elísabet að landa landsliðsþjálfarastarfinu í Belgíu

Elísabet að landa landsliðsþjálfarastarfinu í Belgíu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Staðfestir að leikirnir verði ekki fleiri

Staðfestir að leikirnir verði ekki fleiri
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Þau taka þátt í Söngvakeppninni í ár

Þau taka þátt í Söngvakeppninni í ár
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.