Það þarf ekki að fjölyrða um kosti þess að borða banana, en þeir sem eru í vafa geta kíkt á þessar 25 magnaðar ástæður til að borða banana. Hins vegar eru færri sem vita af kostum þunnu lengjanna sem prýða bananann og margir sem plokka þær af og henda.
Það eru hins vegar stór mistök því þessar þunnu lengjur eru stútfullar af næringarefnum. Þær heita „phloem bundle“ eða sáldvefjaknippi. Sáldvefi er að finna í flestum, ef ekki öllum, plöntum. Innan þeirra er að finna sáldæðar sem flytja fæðuefni um plöntuna. Þessi sáldvefur í banana er því fullur af næringarefnum, svo sem trefjum, kalíum, A- og B6-vítamíni. Næst þegar þú spáir í að henda lengjunum ættirðu að hugsa þig tvisvar um.
Þessi sáldvefjaknippi geta einnig ákvarðað hvort bananinn er fullþroskaður. Ef að knippið heldur fast í bananann þegar hýðið er tekið af þýðir það að bananinn er ekki fullþroskaður. Þá verður ávöxturinn þurr og bragðminni en ef knippin leka niður þegar að hýðið er tekið.