fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Bjarni Benediktsson þriðji þaulsætnasti formaður Sjálfstæðisflokksins frá upphafi – Nær Davíð árið 2023

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 14:39

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, komst í dag í þriðja sæti yfir þá menn sem lengst hafa setið í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins frá upphafi. Þetta kemur í fram í samantekt Friðjóns R. Friðjónssonar, framkvæmdastjóra KOM og formanni upplýsinga- og fræðslunefndar Sjálfstæðisflokksins, í Facebook-hópnum Algerlega óáhugaverðar stjórnmálaupplýsingar.

Þess má geta að Bjarni mun ná Davíð Oddssyni í dagafjölda á formannsstóli þann 5. nóvember 2023, hljóti hann endurkjör á landsfundi.

Til þess að ná Ólafi Thors þarf Bjarni að sitja til ársins 2036, nánar tiltekið til 18. apríl.

Ólafur Thors sat lengst, eða frá 1934 til 1961, alls 9882 daga. Davíð Oddson sat frá 1991 til 2005, alls 5334 daga. Bjarni hefur verið formaður frá 2009, alls 3678 daga og tók fram úr Geir Hallgrímssyni, sem sat frá 1973 til 1983.

Næstur er Bjarni Benediktsson, frændi og alnafni núverandi formanns, sem sat frá 1961 til 1970, eða 3183 daga. Þá kemur Þorsteinn Pálsson frá 1983 til 1991, eða 2681 dagur í formannsstóli.

Jón Þorláksson sat í 1718 daga frá 1929 til 1934 og Geir H. Haarde sat frá 2005 til 2009, samtals 1260 daga.

Stysti formannstíminn var 1190 dagar, er Jóhann Hafstein sat milli 1970 og 1973.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?