Við rákumst á þessa ofureinföldu ostakökuuppskrift á vefsíðunni Pretty Pies. Ekki aðeins er uppskriftin einföld heldur er kakan líka holl. Gaman að því.
Botn – Hráefni:
1 1/3 bolli hnetur (til dæmis möndlur)
2 msk. kókosolía, brædd
2–3 msk. vatn
1 msk. kókossykur
smá salt
smá vanilludropar
Ostakaka – Hráefni:
1 bolli kasjúhnetur
1 bolli ber (í þessari uppskrift eru notuð brómber og jarðarber til helminga)
¼ bolli púðruð sæta eða kókossykur
¼ bolli kókossolía, brædd
2 msk. vatn
1 msk. + 1 tsk. sítrónusafi
smá salt
Aðferð:
Klæðið bollakökuform með smjörpappír svo auðvelt verði að fjarlægja ostakökurnar. Blandið öllum hráefnum í botninn saman, nema vatni, í blandara. Blandið þar til allt er fínmalað. Bætið vatni við og blandið þar til allt tollir saman. Þrýstið 1 til 2 matskeiðum af blöndunni í botninn á hverju formi og kælið á meðan að fyllingin er útbúin. Setjið kasjúhnetur, ber, sætu eða sykur, sítrónusafa og salt í blandara og blandið þar til silkimjúkt. Smakkið til og bætið meiri sætu við ef þarf. Bætið olíunni út í og blandið. Setjið ofan á ostakökubotninn og frystið í 1 til 2 klukkutíma.