fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Matur

Heilhveitivöfflur með karamellueplum – Þessa uppskrift þarf að geyma

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 09:00

Frekar nettur morgunmatur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alltaf gaman að breyta til í bakstrinum, en þessar heilhveitivöfflur renna svo sannarlega ljúflega niður.

Heilhveitivöfflur með karamellueplum

Hráefni – Vöfflur:

3 bollar heilhveiti
2 tsk. sjávarsalt
4 tsk. lyftiduft
1 bolli olía
2 egg
2 bollar mjólk (+ 2 msk.)
2 msk. brætt smjör
2 tsk. vanilludropar
4 msk. sýrður rjómi

Dásamlegar.

Hráefni – Karamelluepli:

2 epli (skorin í sneiðar)
1 msk. smjör
2 msk. púðursykur
1 tsk. rjómi
1 tsk. vanilludropar

Hráefni – Sætur rjómaostur:

1 bolli mjúkur rjómaostur
8 msk. hlynsíróp
2 tsk. vanilludropar

Aðferð:

Byrjum á vöfflunum. Blandið öllum þurrefnum saman í skál og setjið til hliðar. Blandið olíu, eggjum, mjólk, smjöri, vanilludropum og sýrðum rjóma vel saman í annarri skál. Blandið þurrefnunum varlega saman við og passið að hræra ekki of vel saman, bara rétt þangað til allt er búið að blandast. Skellið í vöfflujárnið og búið til karamellueplin á meðan vöfflurnar bakast.

Bræðið smjör og púðursykur saman á pönnu yfir meðalhita. Þegar blandan byrjar að sjóða hellið þið rjómanum saman við og slökkvið á hellunni. Síðan blandið þið vanilludropunum saman við og loks er eplunum velt upp úr blöndunni. Leyfið þessu að malla á heitri hellunni (ekki kveikja samt aftur á henni) á meðan þið gerið vöfflurnar, eða þar til eplin eru orðin mjúk viðkomu.

Til að búa til sæta rjómaostinn er öllum hráefnum blandað vel saman og borið fram með vöfflunum og eplunum.

Ekki flókið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma