Á hverju ári er stjarna valin kynþokkafyllsti karlmaðurinn og kynþokkafyllsta konan, þökk sér tímaritinu People. En hvað með kynþokkafyllsti grænkerinn? PETA (People for the Ethical Treatment of Animals) ákváðu að slá í keppni og hafa tilkynnt hvaða grænkerar munu slást um titillinn.
Grænkerar í Bandaríkjunum keppast um ferð til Hawaii og að sjálfsögðu titilinn að vera kynþokkafyllsti grænkerinn.
Keppendur hafa til 13. maí til að auglýsa skráningu sína á samfélagsmiðlum í von um að fá fleiri atkvæði. Ef topp 20 keppendurnir sanna eitthvað, þá er það að það er ekki bara ein gerð af grænkera. Sjáðu keppendurna hér að neðan.
Amanda er liðþjálfi í bandaríska hernum og hefur verið vegan í sjö ár. Hún varð vegan fyrir dýrin og til að bæta heilsu sína.
Andrea ólst upp á búgarði þar sem hún vingaðist við mörg dýr sem var síðan slátrað. Nú er hún aktívisti fyrir dýrin.
Chancellor Rose vinnur í bráðamóttöku fyrir dýr og starfar einnig sem trans fyrirsæta. Hann varð vegan fyrir tæpum sjö árum vegna siðferðilega ástæðna.
Daniela varð vegan fyrir tveimur árum og starfar sem neyðarsjúkraflutningamaður fyrir dýr í hættu vegna náttúruhamfara.
Danielle er læknir og hefur hjálpað yfir 100 sjúklingum að verða vegan.
Guiseppe er í flugher Bandaríkjanna og í vaxtarrækt.
Jasmine er hjúkrunarfræðingur og heldur úti vegan bloggsíðu. Hún elskar að prófa nýjar uppskriftir með vegan eiginkonu sinni og barni.
Kenny er bókasafnsfræðingur.
Kesha er fitness þjálfari og var í flugher Bandaríkjanna.
Kevin er slökkviliðsmaður og hefur verið vegan í átta ár. Hann hefur tekið fimm sinnum klárað Iron Man og átta sinnum half-Iron Man. Hann hefur hlaupið fimm maraþon.
Kyvan er arkitekt og varð vegan árið 2007.
Maor er fyrirsæta og tískuhönnuður.
Mike var í hernum og vinnur fyrir öryggisteymi atvinnuíþróttaliða.
Nour var í öðru sæti sem Ungfrú Líbanon árið 2015 og fyrrum fréttaþulur.
Peter hvetur fólk til að verða vegan og hugsa um líkamlega heilsu til að líða betur andlega.
Reichen er lögfræðingur, viðskiptamaður, fyrrum raunveruleikastjarna og var í flugher Bandaríkjanna.
Sherelle er samfélagsmiðlastjarna og stílisti. Hún varð vegan eftir að móðir hennar greindist með krabbamein og hún áttaði sig á því að maturinn sem við borðum hefur mikil áhrif á heilsu okkar.
Tabatha er markaðstjóri, rithöfundur, bloggari og heildrænn næringafræðingur.
Thomas er lögreglumaður sem varð vegan fyrir heilsuna, dýrin og umhverfið.
Zuhal er blaðamaður, fyrirsæta, vegan mentor fyrir PETA og áhrifavaldur.