fbpx
Laugardagur 19.október 2024
Pressan

Óhugnanlegt mál setti Bandaríkin á annan endann – Af hverju gerðu foreldrarnir börnum sínum þetta?

Pressan
Laugardaginn 19. október 2024 22:00

Turpin-hjónin á yngri árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir fimm árum voru hjónin David og Louise Turpin dæmd í ævilangt fangelsi af dómstól í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þau voru fundin sek um að hafa pyntað 12 af 13 börnum sínum árum saman. En hvað gekk á í húsinu sem bandarískir fjölmiðlar hafa nefnt „House of Horrors“ (Hryllingshúsið)?

Í rúmlega tvö ár hafði 17 ára stúlka undirbúið flótta sinn. Hún náði farsíma foreldra sinna og hoppaði út um glugga og hringdi síðan í lögregluna og sagði að henni og 11 systkinum hennar væri haldið föngnum af foreldrum þeirra. Lögreglan brást við hringingunni og lögreglumenn voru sendir á vettvang. Í húsinu fundu þeir mörg börn sem voru hlekkjuð við rúm sín. Myrkur var í herbergjunum og mikil lykt af þvagi og saur lá yfir öllu. Þetta var í janúar 2018 í bænum Perris.

Börnin voru alvarlega vannærð og skítug. Það kom lögreglumönnunum í opna skjöldu að sjö af börnunum voru orðin sjálfráða en það var ekki hægt að sjá það af útliti þeirra. Þeir töldu til dæmis í upphafi að 17 ára stúlkan, sem hringdi í lögregluna, væri 10 ára því hún var svo vannærð og lítil. Elsta barnið, 29 ára kona, vóg aðeins 37 kíló þegar hún fannst.

Fjölskyldan úti við.

Foreldrarnir gátu ekki útskýrt fyrir lögreglunni af hverju mörg barnanna voru hlekkjuð við rúm sín. Louise virtist mjög undrandi á komu lögreglunnar, enginn hafði nokkru sinni kvartað við þau yfir meðferðinni sem börn þeirra sættu. Málið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum en því lauk nýlega þegar hjónin voru dæmd í ævilangt fangelsi.

Hryllingshúsið

Fjölskyldan bjó í ósköp venjulegu húsi, það var brúnt með hvítum listum og stóð við rólega götu. Garðurinn var í góðu standi. David var verkfræðingur á eftirlaunum og Turpin annaðist kennslu barna þeirra sem voru á aldrinum tveggja til 29 ára.

Fyrir dómi sögðu foreldrarnir að heimakennslan hafi verið ströng og að börnin hafi meðal annars átt að læra kafla úr biblíunni utan að. Þau voru einnig látin skrifa dagbækur og skipti þá engu máli þótt þau væru hlekkjuð við rúm sín. Lögreglan fann mörg hundruð dagbækur þegar hún rannsakaði húsið hátt og lágt.

Fjölskyldan.

Börnin voru hlekkjuð við rúm sín mánuðum saman í refsingarskyni, til dæmis ef þau þvoðu sér of hátt upp á handleggina þegar þau þvoðu hendurnar, það var vatnssóun að mati foreldranna. Þeim var oft meinað að nota klósettið og neyddust því til að gera þarfir sínar í rúmin sín. Þau fengu að fara í bað einu sinni á ári og fengu eina máltíð á dag. Meðal þeirra pyntinga sem börnin voru beitt var að þau voru látin sitja við borð og fyrir framan þau voru settar kökur sem þau máttu ekki borða.

Lögreglan segir að það hafið aðeins verið yngsta barnið sem fékk nóg að borða. Hin börnin 12 voru mjög vannærð. Þau höfðu ekki farið til læknis í rúmlega fjögur ár og ekkert þeirra hafði farið til tannlæknis.  Þegar 17 ára stúlkan ræddi við lögregluna eftir flóttann vissi hún ekki hvað lyf væru þegar lögreglan spurði hana hvað lyf væru á heimilinu. Mörg barnanna vissu heldur ekki hvað lögreglan var þegar lögreglumenn komu á heimilið.

Dómurinn

Þegar David og Louise voru dæmd í ævilangt fangelsi sagði ein dóttir þeirra að hún gæti ekki lýst því hvað hún hefði gengið í gegnum, stundum fengi hún martröð vegna þess sem gerðist á heimilinu.

„Foreldrar mínir rændu mig lífinu. En nú fæ ég líf mitt aftur.“

Sagði hún.

Fyrir dómi sögðust hjónin sjá eftir því sem þau gerðu börnum sínum og sögðust vonast til að þau myndu ná góðum árangri í lífinu. Louise sagðist trúa því að guð væri með sérstaka áætlun fyrir hvert þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir að láta eigi mann lausan sem hafði mikil áhrif á sögu körfuboltans

Segir að láta eigi mann lausan sem hafði mikil áhrif á sögu körfuboltans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump yngri heldur utan um „óvinalista“ föður síns fyrir næstu ríkisstjórn

Trump yngri heldur utan um „óvinalista“ föður síns fyrir næstu ríkisstjórn