Arnar Sveinn Geirsson, hægri bakvörður Vals er líklega ganga í raðir Breiðabliks. Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari liðsins staðfesti að Valur hefði samþykkt tilboð í hann.
Arnar Sveinn er fæddur árið 1991, síðustu ár hefur hann spilað sem bakvörður en iðulega lék hann sem kantmaður.
Arnar missti sæti sitt í byrjunarliði Vals á síðasta tímabili þegar Birkir Már Sævarsson, landsliðsmaður gekk í raðir liðsins.
Arnar hefur einnig spilað með Víkingi Ólafsvík, Fram og KH hér á land en fer nú í græna liðið í Kópavogi.
Blikar seldu Davíð Kristján Ólafsson í vetur til Noregs, hann lék sem vinstri bakvörður en möguleiki er á að Jonathan Hendrickx leysi nú þá stöðu, og Arnar Sveinn spili þá sem hægri bakvörður, skrifi hann undir í Kóapvogi.
Blikar hafa verið að styrkja lið sitt á síðustu vikum en Guðjón Pétur Lýðsson, gekk í raðir félagsins á dögunum, frá KA.