USA Today gefur launin upp í Bandaríkjadölum en samkvæmt umfjöllun blaðsins hafði Katrín um 242.000 dollara í laun á síðasta ári en útreikningarnir eru miðaðir við gengi gjaldmiðla þann 13. apríl 2018. Þessi laun koma henni í 17. sæti listans.
Laun Katrínar eru aðeins lægri en laun starfsbræðra hennar í Svíþjóð og Danmörku, þeirra Stefan Löfven og Lars Løkke Rasmussen en þeir eru í 15. og 16 sæti. Löfven var með um 244.000 dollara í laun á síðasta ári og Rasmussen með 249.000 dollara. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, kemst ekki á listann.
Fjórar konur er að finna á listanum. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, er í sjöunda sæti með tæplega 340.000 dollara í árslaun. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er í sjötta sæti með tæplega 370.000 dollara í árslaun. Launahæsta konan er Carrie Lam, framkvæmdastjóri/landstjóri Hong Kong, en hún er mð um 568.000 dollara í árslaun.
Forsætisráðherra Singapúr, Lee Hsien Loong, trónir á toppi listans með um 1,6 milljónir dollara í árslaun.