fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Fréttir

Agnes gagnrýnd af íhaldsmönnum: „Hún boðar endalok heimsins“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. apríl 2019 19:00

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, lagði í páskapredikun sinni í morgun nokkra áherslu á loftslagsmál en hún sagði meðal annars að dauðinn ógnaði jörðinni.  „Upprisuboðskapurinn er boðskapur lífs. Við vitum ýmislegt um loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra. Vísindamenn hafa frætt okkur um að nú verði að breyta um stefnu eigi lífið að sigra eyðileggingu jarðar og dauða lífs á jörðu. Nú er komið að siðferðinu, hugarfarinu, lífsstefnunni. Það er komið að því að við jarðarbúar verðum að breyta um lífsstíl,“ sagði Agnes meðal annars.

Innan Facebook-hóps efasemdamanna um hlýnun jarðar, Glópahlýnun, er hún harðlega gagnrýnd. Óhætt er að segja að flestir sem taka þar til máls hafi fremur íhaldssamar skoðanir en hópnum er lýst svo: „Kenningin um hnatthlýnun af mannavöldum er grundvölluð á aldagömlum gervivísindum, manngerðum pólitískum blekkingum sem miða að innleiðingu Agenda 21, yfirþjóðlegum yfirráðum.“

Guðbjörn Guðbjörnsson, einn þekktasti tollvörður landsins og áður óperusöngvari, gagnrýnir hana einna harðast. Hann segir Agnesi hljóma eins og versti miðaldaklerkur. „Ekkert gleðilega páska hér eða fögnum upprisu frelsarans, engir lofgjörðarsöngvar heldur bölbænir og ákall um að við iðrumst og biðjum Guð almáttugan um fyrirgefningu synda okkar. Nei, biskup Þjóðkirkjunnar (ekki landsins) hljómar eins og versti miðaldaklerkur, þar sem hún boðar endalok heimsins. Við guðlausir menn (afneitunarsinnar) finnum vafalaust fyrir fordæmingu núna og eigum Auðvitað á hættu að enda í helvíti með öðrum djöflum, þar sem við kveljumst og er steypt í eilíflega glötun. Gaman af þessu,“ skrifar Guðbjörn innan hópsins en í honum eru ríflega sexhundruð manns

Flestir eru sammála Guðbirni og segir til að mynda ein kona: „Lágkúrulegt er það á degi upprisu og gleði. Slíkt predika ekki kennimenn boðskapar drottins. Á ekki orð.“ Einn karlmaður skrifar svo: „Skandall að þessi kona sé Biskup Íslands.“ Gústaf Níelsson, sem er helst þekktur fyrir mjög íhaldssamar skoðanir, furðar sig á því að Agnes sé enn biskup. „Þessi kona er löngu hætt að koma mér á óvart. En það er til marks um dáðleysi þjóðkirkjunnar að hún skuli ekki hafa skipt henni út,“ skrifar Gústaf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað