fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025

Þetta gerist ef þú skiptir ekki nógu oft um á rúmunum

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 18. apríl 2019 13:00

Takið eftir!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er yfirleitt rétt áður en farið er upp í rúm að fólk man eftir að það gleymdi að skipta um á rúminu sínu og að langt sé síðan það var síðast gert. En þegar komið er að háttatíma hefur þreytan og jafnvel letin oft yfirhöndina og þessu er slegið á frest. En þetta er ekki gott því þetta getur haft heldur ógeðfelldar og jafnvel hættulegar afleiðingar.

Þetta kemur fram á vef ATTN. Það sem gerist þegar við liggjum í rúminu er að sviti, líkamsvökvar, drulla, slef, þvag, saur og vökvar tengdir kynlífsiðkun berast í lökin og sænguverin. Ef þetta fær síðan að vera í friði í langan tíma getur það endað með að þetta berst í sár eða skeinur og valdi sýkingum.

Fótsveppur getur til dæmist borist í sængurfatnaðinn og borist til annarra sem hreiðra um sig í rúminu. Ef sængurverin eru þvegin mjög sjaldan geta fyrrnefndir líkamsvökvar og annað þeim tengt komist inn í sængurnar og koddana sem eru þvegin enn sjaldnar.

Þá má ekki gleyma því að allar húðfrumurnar sem detta af okkur á nóttinni eru auðvitað sannkallað veisluborð fyrir rykmaura en þeir geta valdið ofnæmi og öndunarfærasjúkdómum.

Það er hægt að forðast þetta með því að þvo sængurfatnaðinn á 60 gráðum, eða meira, vikulega. Með því drepast bakteríur og aðrir óæskilegir gestir.

Hvenær skiptir þú síðast á rúminu þínu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Freista þess að lokka hann aftur til Ítalíu

Freista þess að lokka hann aftur til Ítalíu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.