fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Lína Birgitta: „Ég er mjög peppandi. Mér finnst það og flestir segja það við mig“

Fókus
Föstudaginn 19. apríl 2019 12:00

Lína Birgitta. DV/Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gestur Föstudagsþáttarins Fókus, hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV, að þessu sinni er áhrifavaldurinn og athafnakonan Lína Birgitta, konan á bak við vörumerkin Line the Fine og Define the Line. Lína hefur marga fjöruna sopið og var rétt skriðin yfir tvítugt þegar hún stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki. Þá er Lína með tæplega sautján þúsund fylgjendur á Instagram, hannar sinn eigin íþróttafatnað og lætur verkin tala.

Dul um ferðina frægu

Í hlaðvarpsþættinum talar Lína um sorgir og sigra, ástina og vinnuna, en einnig um vinahópinn sem er klárlega einn frægasti vinahópur landsins – áhrifavaldarnir Sólrún Diego, Camilla Rut og Gurrý Jóns. Fjórmenningarnir skelltu sér til London síðustu helgi svo Sólrún kæmist í brúðarkjólamátun, en hún gengur í það heilaga í sumar. Ferðin vakti mikla athygli, enda leyfðu vinkonurnar fylgjendum sínum að fylgjast vel með, nánast frá A til Ö.

Það vakti því athygli þegar stöllurnar tilkynntu um miðbik ferðarinnar að nú yrði slökkt á símum og leið heilt kvöld og heil nótt þar sem fylgjendur fengu engar uppfærslur í „story“ á Instagram. Lína verður dul og pínu vandræðaleg þegar hún er spurð út í símaleysið.

„Það fær enginn að vita hvað gerðist það kvöld og þá nótt, krakkar mínir,“ segir hún og hlær.

„Líkur sækir líkan heim“

Varðandi hvernig þær stöllur kynntust segir hún að þær hafi kynnst í gegnum umboðsskrifstofuna Eylenda á sínum tíma, en skrifstofan sérhæfði sig í áhrifavöldum.

„Þegar allir hugsa rosalega svipað þá laðið þið hvort annað að ykkur. Líkur sækir líkan heim,“ segir Lína. „Við erum duglegar að rækta okkar vinasamband.“

Þá segist Lína vera manneskjan í vinahópnum sem peppar aðra í kringum sig.

„Stelpurnar eru farnar að kalla mig „pepp line“,“ segir hún og hlær. „Ég er mjög peppandi. Mér finnst það og flestir segja það við mig. Ég hef óbilandi trú á fólki. Ég hef það. Þú þarft bara að trúa því.“

Hægt er að fylgja Línu á Instagram með því að smella hér.

Hér fyrir neðan er hægt að horfa á Föstudagsþáttinn Fókus með Línu í heild sinni, en hlaðvarpsþáttinn má finna á öllum helstu efnisveitum, svo sem iTunes og Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Í gær

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“