fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Leiðari

Við getum lært af brunanum í Notre Dame

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 11. maí 2019 18:00

Eldurinn í Notre Dame.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn stóð Notre Dame, Maríukirkjan í París, í ljósum logum. Mikill mannfjöldi fylgdist með á götum úti og fólk grét. Allur heimurinn fylgdist með í beinni sjónvarpsútsendingu. Fólk vonaði það besta en óttaðist það versta.

Ég hef aldrei heimsótt kirkjuna, aldrei heimsótt Frakkland. Heldur er ég ekki kristinnar trúar. En samt varð mér illt við að sjá kirkjuna brenna. Þetta var átakanleg sjón þó að það væru engar fregnir af dauðsföllum og engar fréttir um ásetning eða illan hug. Þegar mannlaus turnspíran féll komu óneitanlega hugrenningatengsl við það þegar tvíburaturnarnir á Manhattan, hrundu árið 2001. Þá dóu þúsundir.

Hvert er fórnarlambið? Steypa og timbur? Nei, við erum öll fórnarlambið. Notre Dame hefur fylgt okkur í nærri þúsund ár. Kirkjan er partur af franskri, evrópskri og heimsmenningu. Forfeðurnir skildu hana eftir fyrir okkur til að njóta um alla tíð.

Önnur hugrenningatengsl sem vakna eru skemmdarverk ISIS-liða á menningarverðmætum í borginni Mosul. Knúðir áfram af hatri og heimsku ruddust þeir inn í safn borgarinnar og brutu mörg þúsund ára gamlar styttur. Sumar frá tímum Assyríumanna, sumar frá Mesópótamíu. Þetta voru styttur sem fæstir þekktu eða höfðu nokkurn tímann séð. Engu að síður fékk það á fólk að sjá eyðilegginguna í sjónvarpi. Ekki síður en að sjá morð, pyndingar og önnur hermdarverk ISIS-liða.

Þegar þessi pistill er skrifaður liggur ekki fyrir hver eldsupptökin í Notre Dame voru en grunur leikur á því að það tengist umfangsmiklum viðgerðum á kirkjunni. Frakkar trössuðu það lengi að viðhalda Notre Dame. „Þetta hlaut að gerast,“ sagði Jean-Michel Leniaud, hjá þjóðminjastofnun Frakklands. Byggingum sem þessum þarf að halda stöðugt við.

Hér á Íslandi eigum við engar steinbyggingar frá miðöldum og engar styttur frá fornöld. Hér var fátækt, fámenni og byggðin dreifð árhundruðum saman. Miðað við flest önnur lönd eigum við lítið af sögulegum menningarverðmætum.

Eldurinn í Notre Dame kennir okkur öllum, líka Íslendingum, að fara vel með gamlar byggingar, styttur og sögulega muni. Viðhald er dýrt, sérstaklega á eldri húsum. Pólitískt séð er það heldur ekki vinsælt að setja of mikla fjármuni í þennan málaflokk. Fólk vill að grunnþjónustan gangi fyrir, spítalarnir, skólarnir, löggæslan og svo framvegis. Annað má mæta afgangi.

En við verðum samt að hugsa um þessa hluti, bæði fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Hvernig myndi okkur líða ef Árnastofnun myndi brenna með öllum handritunum? Eða dómkirkjan á Hólum? Gamli Árbær? Kútter Sigurfari? Við eigum ekki margt, en við skulum passa vel upp á það og taka því ekki sem gefnu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Trump birti lausbeislaða páskakveðju sem er full af upphrópunum og uppnefnum – „Gleðilega páska AUMU og ÓSKILVIRKU dómarar“

Trump birti lausbeislaða páskakveðju sem er full af upphrópunum og uppnefnum – „Gleðilega páska AUMU og ÓSKILVIRKU dómarar“
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 12 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“