fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Ekki einstök hollusta

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 4. febrúar 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sannleikurinn um heilsufæði, þáttur frá BBC, sem sýndur var á RÚV síðastliðið mánudagskvöld, hefur komið einhverjum úr jafnvægi, það er að segja þeim sem hafa fyrir iðju að háma í sig svokallaða ofurfæðu eins og chia-fræ og gojiber. Mjög tilgerðarlegur lífsstíl, ef mér leyfist að segja mína skoðun.

Í þættinum leitaði fjölmiðlakonan Fiona Phillips, sem virðist röggsöm og skynsöm kona, til vísindamanna og lét þá sýna sér hvaða fæða virkar best til að viðhalda góðri heilsu. Fiona át chia-fræ, kínóa og gojiber og og drakk alls konar heilsusafa. Allt var það náttúrlega fokdýrt en þar sem góð heilsa er gulli betri þá er víst talið sjálfsagt að borga vel fyrir hana. Fiona borðaði líka hversdagslegan mat. Vísindamenn komu síðan að málum og sýndu henni og sönnuðu að lúxusvaran gerir ekki meira gagn en holl fæða sem kostar umtalsvert minna. Þetta þykir einhverjum stórfréttir en voru sjálfsögð tíðindi í hugum margra annarra.

Frá því maður var barn hefur maður í stórum dráttum vitað hvað er hollt og hvað óhollt og áttað sig á því að langbest er að borða fjölbreytta fæðu. Í því felst líka að maður fær sér einstaka sinnum Kentucky Fried sem er unaðslegur matur, og miklu betri en gojiber og gulrót. En svo borðar maður líka fisk og kartöflur og á sitt uppáhaldskrydd eins og engifer og chili sem aldrei bregst.

Í þættinum, sem ég ræð fólki eindregið til að horfa á, var flett ofan af alls kyns vitleysu í sambandi við ofurfæði. Það er orðinn stórbisness víða um heim að lokka fólk til að borða rándýra fæðu sem á að tryggja einstaka hollustu, en er svo ekkert hollari en venjulegur matur. Ef fólk vill endilega tileinka sér rándýran lífsstíl og borga okurverð fyrir svokallaða ofurfæðu þá má það sannarlega gera það. En í því felst töluverð blekking eins og vísindamennirnir sýndu okkur svo eftirminnilega fram á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna