fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Matur

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 16:30

Það er mikilvægt að fylgja þessum gullnu reglum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum er mjólkin í lagi eftir síðasta söludag. Stöku sinnum súrnar hún fyrir aldur fram. Best fyrirdagsetningin er því kannski ekki alltaf nákvæm vísindi.

Hér eru hins vegar átta gullnar reglur sem þú ættir að vita varðandi matinn sem þú lætur ofan í þig.

Oft er sagt að þú eigir aldrei að snerta á nokkru sem komið er fram yfir síðasta söludag. Það er ágætis regla til að forðast matareitrun eða óbragð í munni. Það er þó ágætt að kunna að nota skynfærin og skynsemina – ef maturinn hefur ekki útlitið með sér og lyktar ekki eins og hann á að gera skaltu henda honum.

Lærðu á laukinn

Laukur endist alveg ótrúlega lengi ef hann er heill, jafnvel svo mánuðum skiptir. Það er enginn síðasti söludagur á honum – taktu bara hýðið utan af.

Notaðu frystinn

Þú þarft ekki að stinga matnum í frysti strax og þú kaupir hann. Ef hann er hins vegar óétinn stuttu fyrir síðasta söludag er betra að skella honum í frystinn en að henda honum í ruslið.

Ávextina í ísskápinn

Þú getur lengt líftíma epla um margar vikur með því að geyma þau í ísskápnum.

Sumt endist að eilífu

Súrar gúrkur, niðursuðuvörur, salt og sykur eru ódauðlegar vörur svo það má alveg hunsa síðasta söludag – fullyrða þeir á vef Guardian. Gæði þessa varnings rýrnar þó með tímanum.

Sumt endist ótrúlega lengi

Súrdeigsbrauð getur enst vikum saman. Te, harðir ostar og rótargrænmeti sömuleiðis. Matarsérfræðingurinn Joanna Blythman ráðleggur fólki einfaldlega að skera burtu skemmdirnar geri þær vart við sig – og ítrekar að matvöruverslanir þrífast á því að selja vörur sem endast skammt.

Gullna eggjareglan

Brjóttu, þefaðu, eldaðu. Blythman segir eggin endast langt fram yfir síðasta söludag – og reyndar hafi hún aðeins orðið vör við eitt fúlegg í lífi sínu.

Eftir opnun

Reglur varðandi matvæli eru slíkar að framleiðendur verða að gefa upp hversu lengi má geyma matinn eftir opnun. Þetta snýst frekar um almennt öryggi en gæði matarins. Matarsérfræðingar segja til dæmis margir að jógúrt megi geyma vikum saman eftir opnum – þó umbúðirnar ráðleggi þér að klára það á fimm dögum.

Lyktin og útlitið…

…segir yfirleitt allt sem segja þarf. Nefið er kraftmikið tól og þessar reglur sem matvælaframleiðendum hafa verið settar hafa jafnframt dregið úr getu fólk til að dæma sjálft. Gömlu góðu aðferðirnar virka enn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb