Berglind Saga Bjarnadóttir, keppandi í Instagram Íslands, vakti mikla athygli fyrir aðferð sína til að stækka varirnar. Í nýjasta þætti Instagram Íslands sendi Berglind inn innslag úr Instagram Story þar sem hún sýnir hvernig hún stækkar á sér varirnar, án þess að gangast undir fegrunaraðgerð. DV heyrði í Berglindi og spurði hana meira út í æfingarnar.
Berglind segir að hún sé oft spurð hvort hún sé með fyllingar í vörunum, sem hún er ekki með. Heldur eru varirnar vöðvi og segir hún að hægt sé að stækka þær með því að gera nokkrar æfingar. Hún sýnir hvernig á að gera æfingarnar og hægt er að horfa á það í spilaranum hér að neðan, Berglind er fyrsti keppandinn í þættinum.
Einnig er hægt að horfa á myndbandið í highlights á Instagram-síðu Berglindar Sögu, @berglindsagab.
Hvað ertu búin að vera að gera varaæfingar lengi?
„Ég heyrði fyrst af þessu fyrir fjórum árum. Ég hef gert þetta af og til fyrir fjórum árum.“
Hefur þetta eitthvað aukist upp á síðkastið?
„Ég geri þetta bara þegar ég man. Þegar mér finnst ég vanta smá fyllingar í varirnar þá hendi ég mér í æfingar.“
View this post on Instagram
Tekurðu strax eftir einhverjum mun?
„Þú færð strax „pump“ í varirnar eins og allt annað. Ég sé strax mun en þú sérð alveg varanlegan árangur ef þú heldur áfram að gera þetta jafnt og þétt yfir tímann eins og allt annað. Þetta er vöðvi sem rýrnar hægt, þetta er vöðvi sem líkaminn þarf á að halda þannig hann heldur sér alveg vel. Þú þarft ekkert að vera í stöðugri æfingu.“
Hvernig fannst þér viðbrögð dómarana í Instagram Íslands við varaæfingunum þínum?
„Mér fannst það mjög skemmtilegt að þau tóku vel í það. Þegar ég talaði um þetta fyrir fjórum árum horfðu allir á mig eins og ég væri gjörsamlega klikkuð,“ segir Berglind Saga og hlær. „Þannig mér finnst mjög gaman að fólk er að meðtaka að þetta sé eitthvað sem er til í alvörunni.“