fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Segir Miðflokksmenn vera óheiðarlega lygara: „Bera enga virðingu fyrir sannleikanum“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eru þingmenn Miðflokksins svona óheiðarlegir? Getur það verið? Svarið er því miður óhjákvæmilega já, því að öðruvísi er ekki hægt að lýsa fólki sem ber vísvitandi fram ósannindi og það ítrekað.“

Svo skrifar Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, í pistli er nefnist Lærðu að ljúga.

Þar gefur Karl þeim sem lenda í vandræðum það ráð að ljúga sig út úr þeim, en hann telur það viðtekna venju hjá Miðflokknum:

„Það er stórt orð, ljúga. Látum þá nægja að snúa sannleikanum á hvolf, fara ítrekað með sömu ósannindin og spinna upp sem staðreyndir eitthvað sem hefur aldrei gerzt. Því miður er þetta orðin viðtekin vinnuaðferð hjá einum stjórnmálaflokki, Miðflokknum. Enda dansa limirnir eftir höfðinu.“

Varist með lygum

Minnist Karl þess þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra var til viðtals í Wintris málinu:

„Fyrstu viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þegar hann var spurður út í Wintris í Panama-skjölunum voru að skrökva. Alveg áreynslulaust spann hann upp úr sér ósannindi á staðnum af óþægilega miklu hugmyndaflugi. Hann telur sig sennilega ennþá vera fórnarlamb alþjóðlegs samsæris.“

Þá rifjar Karl einnig upp viðbrögðin í Klaustursmálinu…

„Þegar þingmenn Miðflokksins voru staðnir að ógeðslegri mannfyrirlitningu og furðulegri heimsku á Klaustri ákváðu þeir að snúa vörn í sókn með því að ljúga. Ljúga því upp á Báru Halldórsdóttur að hún væri hluti af viðameira samsæri gegn þeim enda væru þeir sjálfir fórnarlömb.

í gjaldeyrishaftamálinu…:

„Til þess að bjarga einhverju af andlitinu var næsta verkefni þingmanna Miðflokksins að tala hver við annan í þingsal sólarhringum saman um að ríkisstjórnin væri – með því að létta enn frekar á gjaldeyrishöftum – að bugta sig fyrir gráðugum útlendingum. Enginn annar stjórnmálaflokkur kannaðist við þann tiltekna sannleika.“

og loks orkupakkamálinu:

„Og nú gefst enn eitt tækifærið. Þá gefa þingmenn Miðflokksins því sterklega undir fótinn að Evrópusambandið sé um það bil að fá yfirráð yfir íslenzkum auðlindum og geti brátt stjórnað stóru og smáu á íslenzkum raforkumarkaði. Hvort tveggja er hreinn uppspuni og staðleysa.“

Lygin virki

Karl segir að lygarar hafi enga sjálfsvirðingu þar sem þeir beri ekki virðingu fyrir sannleikanum. Og helsta ástæðan fyrir lygum hjá lygurum sé sú, að lygar virki:

„En hvað? Hvers vegna? Eru þingmenn Miðflokksins svona óheiðarlegir? Getur það verið?

Svarið er því miður óhjákvæmilega já, því að öðruvísi er ekki hægt að lýsa fólki sem ber vísvitandi fram ósannindi og það ítrekað. En það er ekki eina ástæðan fyrir þessari hegðun.

Hún virkar nefnilega og það er aðalástæðan. Tíu prósent þjóðarinnar segjast ætla að kjósa fólkið sem skeytir hvorki um skömm né heiður, af því að það skáldar upp óvini og segir engan annan en það sjálft geta bjargað landi og þjóð frá þeim.

Við gætum farið 90 ár aftur í söguna til að finna ömurlegustu fordæmin fyrir slíku skrumi, en þess þarf ekki. Trump Bandaríkjaforseti skrökvar því sem hentar hverju sinni, tilvikin eru orðin mörg þúsund. Brexit-sinnar lugu blákalt að þjóð sinni í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu, en höfðu að vísu manndóm til að viðurkenna það þegar niðurstaðan var fengin.

Eitt eiga allir ofantaldir einnig sameiginlegt: Af því að þeir bera enga virðingu fyrir sannleikanum hafa þeir heldur enga sjálfsvirðingu.

Í okkar íslenzka tilviki er það reyndar hárrétt niðurstaða hjá viðkomandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund