fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Matur

Bestu Rice Krispies kökur í heimi – Uppskrift

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 13:30

Nammi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rice Krispies kökur með súkkulaði og sírópi eru fastagestir í stórveislum og mannfögnuðum á Íslandi, en nú viljum við kynna lesendur fyrir Rice Krispies kökum sem eru búnar til úr sykurpúðum. Þessi uppskrift er af vefnum Delish en internetið er fullt af sniðugum uppskriftum í svipuðum dúr og hægt að skreyta bitana með alls kyns gúmmulaði, til dæmis hvítu súkkulaði og kökuskrauti.

Rice Krispies kökur

Hráefni:

230 g smjör
680 g sykurpúðar
¼ tsk. salt
10 bollar Rice Krispies

Aðferð:

Smyrjið ílangt form, sirka 33 sentímetra langt, með smjöri. Bræðið smjör í stórum potti yfir meðalhita og bætið sykurpúðum og salti saman við. Hrærið þar til allt er bráðnað. Haldið áfram að elda blönduna þar til sykurpúðarnir eru gylltir, eða í um 5 mínútur. Takið af hitanum og hrærið Rice Krispies saman við. Hellið í formið og sléttið. Látið kólna alveg áður en þetta er skorið í bita og borið fram.

Klikkar aldrei.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma