fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Simmi Vill blandar sér í málið – Gísli segir hann trylltan: „Ég veit ekki hvað hefur komið fyrir þig Sigmar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmsir þjóðþekktir menn deila nú á Twitter vegna sekta á nagladekk. Líkt og DV greindi frá í gær þá má rekja upphafið til færslu Gísla Marteins Baldurssonar, sjónvarpsmanns og fyrrverandi borgarfulltrúa, vegna sekta á nagladekk. Lögreglan svaraði fyrir sig og brást Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri, illa við því svari.

Sjá einnig: Lögreglan sló Jón Gnarr algjörlega út af laginu með þessu svari – „Mér brá að sjá þetta“

Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og fjölmiðlamaður, er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og hjólar hann í Gísla á Twitter. Líkt og fyrr segir hófst málið með eftirfarandi tísti Gísla Marteins: „Kæra @logreglan. Ég veit að það á að taka tillit til aðstæðna, en engu að síður er bannað að vera á nöglum núna. Það grefur undan trausti á lögreglunni ef það er matsatriði hvort það eigi að framfylgja lögum. Naglar drepa fleiri en þeir bjarga.“

„Gaman að þú tryllist yfir því“

Sigmar blandar sér í málið og spyr Gísla á Twitter: „Ertu að grínast @gislimarteinn? Þú verður að fara horfa út fyrir boxið þitt.“ Þessu svarar Gísli: „Hvaða box? Lögin sem eru í gildi? Er það boxið sem ég á að horfa útfyrir? Ég er að spyrja lögregluna af hverju lögum er ekki fylgt. Gaman að þú tryllist yfir því.“

Sigmar segir það af og frá að hann sé trylltur. „Ég er nú ansi langt frá því að vera trylltur. Eitt megin hlutverk lögreglu er að tryggja öryggi borgarana, það að horfa til veðurs, aðstæðna og færðar er akkurat það. Þú vilt horfa á dagatalið. Líklega varstu bara að finna eitthvað spekingslegt að segja. Ást og friður,“ skrifar Sigmar.

Gísli er þó ekki tilbúinn að láta þarna staðar numið. „Lögregla á að tryggja að farið sé eftir lögum. Þau segja að bannað sé að vera á nöglum frá 15. apríl. Undantekning er ef sérstakar akstursaðstæður eru uppi. Lögreglan sektar *aldrei* í apríl. Eru alltaf sérstakar akstursaðstæður eða viltu að löggan velji hvaða lögum hún fylgir?,“ spyr Gísli.

Vill ekki munnhöggvast

Gísli heldur svo áfram: „Ég vil ekki vera að munnhöggvast við ykkur og ber virðingu fyrir því að lögreglan er í erfiðum og viðkvæmum störfum sem við erum öll þakklát fyrir. En mér finnst einfaldlega of oft samúð lögreglunnar vera með bílum frekar en gangandi fólki. Finnst það ekki eiga að vera þannig.“

Sigmar virðist hafa ætlað að segja þetta gott en segist ekki hafa getað það. „Sorry, en ég bara varð. Ertu að segja að öryggi gangandi vegfarenda sé meira þegar bílar á sumardekkjum í hálku eru á ferð? Hvað þá öryggi hjólreiðarmanna þegar allt í kringum þá eru bílar á sléttum dekkjum í hálku. Viltu ekki aðeins endurskoða þetta hjá þér?,“ spyr Sigmar.

Simmi á þing?

Gísli svarar fyrir sig og segist einungis vera að biðja um að lögreglan framfylgi lögum. „Ég veit ekki hvað hefur komið fyrir þig Sigmar. Ég er að biðja um að lögum sé framfylgt. Ef þú ert á móti þeim og ert með allskonar nýgúgluð rök þá skaltu bara fara á þing og breyta þeim (er með flokk í huga fyrir þig). En þangað til skulum við bara öll fylgja lögunum,“ skrifar Gísli.

Þá svarar Sigmar: „Hvaða flokk? En hvað varðar lögin, þá treysti ég bara @logreglan fullkomlega til að framfylgja þeim eins og best verður á kosið fyrir okkur. En ef þú telur þig betur til þess fallinn, þá er ég með Lögregluembætti í huga fyrir þig. En þangað til, þá skulum við láta þá um þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg